Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.10.1943, Blaðsíða 26
288 Prestastefnan 1943. Október deilt, að störf félagsins og deilda þess hafa á umliðnum 25 árum verið kirkju og kristni landsins mjög mikilvæg. Hefir það átt stóran þátt í að aulca samheldni stéttarinnar um mál sín og' stuðiað að því að bæta hag og starfskilyrði hennar. Útgáfustarf- semi félagsins er mjög merkilegur þáttur í sögu þess og hefir hún án efa flutt þjóðinni bæði trúarleg og menningarleg verðmæti. hegar félagsins er minnst á 25 ára afmæli þess, verður ekki kom- izt hjá því að minnast hins ágæta og ástsæla brautryðjanda þess og formanns, prófessors Sig. P. Sivertsen, vigslubiskups, með þakklæti og lotningu. Starfaði hann fyrir félagið af mikilli óeig- ingirni og af aðdáanlegri fórnfýsi og þrautseigju. Eftirmaður hans prófessor Ásnnindur Guðmundsson fetar trúlega i fótspor lians í starfi sinu. Vil ég fyrir liönd ísl. kirkjunnar votta Presta- félaginu innilegt þakklæti fyrir öll störf þess i þágu prestastétt- arinnar og kristninnar í landi voru í heild og óska þess, að framtíðarstarf félagsins megi vera í hinum sama anda og hingað til, kirkju-íslands og þjónum hennar til mikillar blessunar. Þess- um heillaóskum bið ég þig •— kæri prófessor Ásmundur Guð- mundsson, sem formann Prestafélags íslands, að veita viðtöku fyrir liönd félagsins og deilda þess. Síðastliðið ár starfaði Prestafélagið og deildir þess með líkum hætti og áður og voru aðalfundir þriggja deildanna Iialdnir: Prestafélags Austurlands, að Ketilsstöðum á VöIIum 11.—12. sept., Prestafélagsdeildar Suðurlands á Þingvöllum 30. og 31. ágúst, og Prestafélags Vestfjarða 20.—22. sept á ísafirði. Eins og áður hafa fjölsóttir trúmálafundir verið haldnir suins- staðar á landinu, eins og t. d. á Húsavík og Akureyri af norð- lenzkum prestum og kennurum. Fjölsótt kristilegt mót, sennilega uni 800 manns, hið 6. i röðinni, var að þessu sinni haldið um siðustu helgi, á Akranesi. í Reykjavik liefir allmikil félagsstarf- semi verið fyrir æskulýðinn, ennfremur í Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum og víðar. Á Siglufirði hefir merkilegt starf verið unnið í sambandi við sjómannastofuna og, eins og áður, hefir kirkjan stutt að manúðar- og líknarstörfum. Er mér það gleði- efni, að sá maðurinn, sem livað mest hefir gefið sig að slysa- varnamálum og er erindreki Slysavarnarfélagsins, gat þess við mig nýlega, að engin stétt i þessu landi hefði stutt slysavarna- málin jafn vel og prestastéttin. Vil ég eindregið hvetja presta landsins til þess að lialda þeim stuðningi áfram og sluðla að því, að þjóðin standi saman um þau mikilvægu mál. Af kirkjuleffum bókmenntum i landi voru vil ég nefna skýring- arrit próf, Ásmundar Guðmundssonar yfir Amos. Hafa nú guð-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.