Kirkjuritið - 01.10.1943, Qupperneq 30
292
Prestastefnan 1943.
Október
2. Prestastefnan beinir þeirri ósk til útvarpsráðs, að fram-
vegis verði útvarpað messu við setningu Stórstúkuþings.
3. Prestastefnan telur, að með því að útvarpa aðeins annari
liverri föstuguðsþjónustu sé eðlilegt samhengi rofið og beinir
því til útvarpsráðs, að framvegis verði útvarpað viluilega föstu-
messum alla föstuna.
4. Prestastefnan skorar á útvarpsnotendur að sjá um, að
hljóðlátur helgiblær hvíli jafnan yfir heimilunum, meðan hlust-
að er á útvarpsguðsþjónustur.
III. Verndun þjóðleg-ra verðmæta.
Prestastefnan á íslandi lýsir yfir því, að hún telur brýnni
nauðsyn á því nú en áður að vernda vel hinn þjóðlega arf, tungu,
sögu og heimilismenning þjóðarinnar og heitir á alla góða ís-
iendinga til stuðnings og til samvinnu við prestastéttina um
þessi mikilsverðu mál.
IV. Önnur mál.
Af öðrum tillögum, er samþykktar voru, má nefna:
1. Áskorun til ríkisstjórnarinnar um að greiða verðlagsupp-
bót á öll Jaun, er prestar fá frá rikissjóði.
2. Áskorun til biskups og kirkjuráðs um að vinna að breyt-
ingum laga um bólusetningu, svo og um breytingu á lögum um
-stofnun og slit hjúskapar, að þvi er snertir lýsingar og leyfisbréf.
Kirkjublaðið.
Eins og lesendum Kirkjuritsins mun þegar kunnugt, tók
kirkjulegt blað að koma út í vor, 8. maí, og nefnist það Kirkju-
blaðið. Útgefandi og ábyrgðarmaður er Sigurgeir Sigurðsson
biskup, og hefst blaðið á ávarpi lians til íslendinga. Nafnið seg-
ir glöggt til um stefnu biaðsins, og er vel og myndarlega af stað
farið. Hefur blaðið komið út í sumar hálfsmánaðarlega og flutt
margar góðar greinar. Skrifstofustjóri biskups, séra Sveinn Vík-
ingur, og sonur hans, Pétur Sigurgeirsson, stud. theol., eru til
aðstoðar við ritstjórn blaðsins.
Kirkjuritið óskar Kirkjublaðinu allra heilla.
Eining
nefnist annað merkt blað, er hefur einnig göngu sína á þessu
ári og iætur hverskonar siðgæðismál mjög til sín taka. Sam-
vinnunefnd Stórstúku íslands, íþróttasambands, Ungmennafélaga
og Bindindisfélaga í skólum gefa út. Ritstjóri er Pétur Sigurðs-
son erindreki, sem iöngu er þjóðkunnur orðinn fyrir starf sitt
að þessum málum.