Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 5

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 5
Kirkjuritið. Hin mikla nýsköpun. Prédikun við setningu prestastefnunnar 1945 eftir Magnús Jónsson. Og: eg sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin og hafið var ekki framar til. Og eg sá horgina helgu, nýja Jerúsalem. stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. Og eg heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mann- anna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og- Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er farið. Og sá, sem í hásætinu sat, sagði: Sjá, eg gjöri alla hluti nýja, og hann segir: Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu. Og hann sagði við mig: Það er fram komið. Eg er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Eg mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsvatnsins. Sá, er sigrar, mun erfa þetta, og eg mun vera hans Guð, og hann mun vera minn sonur. Opinb. Jóh. 21, 1—7. Allir, sem koninir ern lil vits og ára, þekkja, að Biblí- an liefst á sköpunarsögu: í uppbafi skapaði Guð bitnin og jörð. En það eru ekki nærri allir, sem bafa athugað, að bún endar einnig á sköpunarsögu: Eg sá nýjan himin og nýja jörð. Ilann mun gera alla liluti nýja. Upphafið er sköpun, endirinn er sköpun. Tilveran er óendanlegt sköpunarstarf. Hér er mikil framtíðarsýn, sýn allra mikilla umbrota- líma. Þetla er byltingartexti, sem ég las. Hér er nýsköp- unin. Það orð er nú á allra vöruin: Nýsköpun, nýbygg- ingar. Þau sýna það, þessi orð, að nú eru miklir tímar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.