Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 6

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 6
196 Magnús Jónsson: Júní-Júlí. Liltu tímarnir una við sill og vilja engu breyta. Nú er öllu lient í deigluna og brætt við blóð og svila og tár milljónanna. Hvernig verða svo þau mót, sem þessum dýrmæta mannkynsmálmi verður rennt í? Vér getum naumast í'undið beitari spurningu að fást við í uppliafi presta- stefnu, sem ætlar að ræða um starfsliætti kirkjunnar. Vér erum fulltrúar ábyrgðarmestu starfa veraldarinn- ar. Vér erum þjónar kirkjunnar, liins mikla mótasmiðs. Kirkjan getur aldrei horft auðum höndum á það, sem nú er að gerast. Ilinn fyrri heimur er farinn. Málmur- inn er hræddur. Gömlu mótin eru hrotin. Ný mót, ein- hver ný mót, taka við þessum livítglóandi málmi. Vér höfum lagt frá landi og' komum ekki aftur til sama lands. Vér Islendingar höfum að vísu ekki gengið gegn- um sömu eldraun styrjaldarinnar eins og ýmsar aðrar þjóðir. En vér liöfum í öðru efni lagt frá gömlu landi, og vér ætlumí ekki að snúa aftur ])angað. Vér verður að hyggja vort nýja land, móta vort nýja ríki, líf þess, kjör og menningu. Þelta eru örlagatimar. Allstaðar eru nýskapanir á ferð. En sagan sýnir, að það er ekki Idaupið að því, að ná þvi marki, sem Bihlí- an setur í þessu efni. Menn þora ekki að fylgja hinni róttæku bók, eða kunna það ekki. Menn staðnæmast því oftast á miðri leið eða framkvæma aðeins hluta þess, sem fyrir er sett. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem mannkyns- málmurinn er hræddur við eld hörmunga og styrjalda. Vér getum til dæmis livarflað með hugann liálft annað árþúsund inn í liðna tímann. Þá sjáum vér framandi þjóðir úr ýmsum áttum mola með sleggjum og' allskon- ar bareflum bina glæstu menningarhöll fornaldarinn- ar, og henda öllu saman í deigluna. Hvílikar hörmung- ar! Hvílíkar rústir! Heilar súlnahallir hrynja saman, likneskjur steypast áf stöllum, hókasöfn brenna upp til

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.