Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 18
208
Prestastefnan.
Júní-Júlí.
hyggjunni og öflun jarðneskra fjármuna. „Safnið yður
fjársjóðum á himnum“, sagði hann. Líf lærisveinsins á
að vera látlaus þjónusta fyrir sannleikann og mannssál-
irnar, sem lionum er ætlað að leita að og leiða til Guðs.
Það er velmegun í þesSu landi, og það má vissulega
segja, að íslenzka þjóðin húi við bæltan hag. En á vel-
gengnistímunum er meiri hætta á vegum þjóðarinnar, en
ella. Þá vofir hættan mikla yfir, að gleyma Guði og þvi
markmiði, sem ódauðleg mannsálin á að keppa að. Á
slíkum tímuni þarf rödd kirkjunnar að vera sterk og
ákveðin. Þá þarf að láta orð Krists hljóma svo, að ekki
fari fram hjá neinum: „llvað stoðar það manninn að
eignast allan heiminn og fyrirgera sálu sinni“.
í þeirri bæn, að vér þjónar kirkjunnar megum sam-
luiga ganga fram i þjónustu hugsjóna hans, hinna feg-
urstu hugsjóna, er mannsandinn þekkir, og þess hoð-
skapar, sem lýkur upp fyrir þjóðinni eilífri útsýn, hýð
ég yður enn alla lijartanlega velkomna til þessarar
prestastefnu.
Merki Krists, borið af einlægum og sönnum lærisvein-
um, er sigurmérki.
Oss er fengið þetta merki í hendur.
„Áfram því með dug og dáð
drottins studdir ást og náð;
sé liann með oss, ekkert er
óttalegt, þá sigrum vér“.
Ég mun 11 ú rifja upp lielztu atriðin úr starfs-
yrs a ís ups. s^gU ]{jri{jL1 Vorrar frá síðustu prestastefnu
til pessa dags:
Enginn úr hópi starfandi presta kirkjunnar hefir látizt á
sýnodusárinu, en af fyrverandi sóknarprestum andaðist séra
Hallgrímur Eggert Magnús Tliorlacíus, fyrrum sóknarprestur að
Glaumbæ í Skagafirði.
Séra Hallgrímur var fæddur hinn 18. júli 18G4 að Fagranesi í
Skarðshreppi í Skagafjarðarprófastdæmi. Foreldrar lians voru