Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 21
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
211
heilsa bilaði svo, að hann þoldi mjög illa ferðalög, og varð það
til þess að hann lét af störfum.
Séra Sigurbjörn Einar&son sóknarprestur í Hallgrímspresta-
kalli í Reykjavík lét af embætti þann 1. október s. 1. og var skip-
aður dócent við Guðfræðideild Háskólans i stað séra Sigurðar
Einarssonar.
Séra Sigurbjörn var vígður 11. september árið 1938, sem sett-
ur prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd og kjörinn sóknar-
prestur þar árið eftir. Skipaður sóknarprestur í Hallgrímspresta-
katti í Reykjavík í ársbyrjun 1941 og gegndi því embætti sðan,
unz hann, sem fyrr segir, gjörðist kennari við Guðfræðideild
Háskólans.
Vér söknum þessara starfsbræðra úr hópi vorum, en árnum
þeim jafnframt allra heilla og blessunar í framtiðinni við þau
störf, sem þeir níú hafa tekizt á hendur.
Þessir nýir starfsmenn liafa gengið í þjónustu kirkjunnar á
árinu:
Séra Magnús Runólfsson, er vigður var 25. marz s. 1. aðstoð-
arprestur til séra Þorsteins prófasts .Briems á Akranesi, sem
vegna vanheilsu eigi treysti sér til að þjóna prestakalli sínti.
Er aðstoðarpresturinn ráðinn um sex mánaða skeið.
Séra Magnús er fæddur í Reykjavik 21. febrúar 1910. Hann
lauk embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands vorið 1934
og sigldi þá um haustið. Dvaldi hann á Norðurlöndum næstu
vetur og kynnti sér einkum starfsháttu K.F.U.M. í þessum lönd-
um. Hann kom úl hingað um vorið 1935 og gerðist j)á fram-
kvæmdastjóri K.F. U. M. og hefir gegnt því starfi siðan, unz hann,
sem áður segir, fluttist til Akraness.
Séra Björ.n 0. Björnsson, er lét af prestsskap fyrir nokkrum
árum, hefir nú aftur gengið í þjónustu kirkunnar og verið sétl-
ur til þess fyrst um sinn að þjóna Hálsprestakalli í Suður-Þing-
eyjarprófastsdæmi.
Guðmundur Sveinsson cand. th&ol. er vígður verður að for-
fallal ausu næstkomandi sunnudag til Hestþinga í Borgarfjarðar-
Prófastsdæmi, sem settur prestur þar. Hið forna prestssetur
Hestur hefir verið afhent landbúnaðarráðuneytinu, er aftur á
móti mun á þessu ári láta r,eisa nýtt íbúðarluis fyrir prestinn á
Hvanneyri og fær hann þar einnig hæfilega spildu af ræktuðu
landi.
Guðmundur Sveinsson er fæddur í Reykjavík 28. apríl 1921.
Foreldrar hans eru Sveinn Ó. Guðmundsson múrari og kona
hans Þórfríður Jónsdóttir