Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 32

Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 32
222 Prestastefnan. Júní-Júlí. Af kristilegum samkomiun og mótum, er liáð voru á árinu, má nefna: Kristilegt mót í SvarfaSardal í öndverðum júlímánuði s. I. og almennan l'und presta, kennara og leikmanna, er háður var á Akureyri í september. Ennfremur var liinn 13. ágúsl s.l. mjög fjölmenn kirkjuhátíð aS Hólum í Hjaltadal til minningar um Jón biskup Arason. Vígslubiskupinn í Skálholtsbiskupsdæmi, séra Bjarni Jónsson, prédikaði en Brynleifur Tobíasson menntaskólakennari, SigurS- ur SigurSsson sýslumaSur og fleiri fluttu þar erindi og ræSur. Var ákveSiS að halda framvegis kirkjudag ár hvert aS IIól- um og til þess valinn siuinudagiirinn i 17. viku sumars. Tvö barnalærdómskver hafa komið út á árinu. Nefnist annað þeirra Vegurinn og er eftir séra Jakob Jónsson. Hitt er eftir séra Guðmund prófast Einarsson á Mösfeelli, og er að mestu sniðið eftir barnalærdómskveri séra Helga Hálfdánarsonar lekt- ors, en þó með ýmsum úrfellingum og breytingum. Það er vissuilega þarft verk, að prestarnir geri tilraunir til ])ess að semja slíkar handbækur við fermingarundirbúning barna, því að á þeim er enn tilfinnanlegur skortur. Reynslan ein verð- ur svo að skera úr því, hverjar slíkra bóka reynast lieppilegastar og vinsælastar þegar tekið er að nota þær. Kirkjuritið hefir komið út í sama formi og undanfarin ár og flutt margar góðar greinar að vanda. Kirkjublaðið hefir komið út hálfs mánaðarlega eins og und- anfarið auk vandaðs jólaheftis. Kaupendafjöldi þess mun nú vera kominn nokkuð á 4. þús- und og fer stöðugt vaxandi. Nokkrar sóknarnefndir, sem blaðið liefir verið sent til i því skyni, að þær önnuðust sölu þess og öfluðu því kaupenda hafa enn eigi gert afgreiðslunni skil, þrátt fyrir tilmæli um það i blaðinu. Væri æskilegt, að sóknarprestar vildu koma að máli við þær sóknarnefndir og sjá um, að skil yrðu gerð af þeirra liálfu hið ailra fyrsta. Skrá yfir þessar sókn- arnefndir geta prestarnir fengið að sjá lijá mér, cf þeir óska. Á þeim tíma, siðan Kirkjublaðið hóf göngu sína, hefir þörf kirkjunnar á slíku blaði komið æ betur og betur í tjós. Og liinn vaxandi lcaupendafjöldi sýnir, að fólkið sjálft vill eiga og iesa kirkjulegt blað, þó ýmsir væru dauftrúaðir á það í fyrstu, að slíkt blað mundi fá stóran iesendahóp. Fram til þessa hefir ritstjórn og afgreiðsia blaðsins, að miklu leyti, verið hjáverka og frístundastarf og þess vegna ekki verið hægt að ieggja neina verulega vinnu í það að útbreiða blaðið.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.