Kirkjuritið - 01.06.1945, Síða 33
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
223
En á þessum tímum blaðaflóðs og blaðasamkeppni verður eigi
bjá slíku komizt. Margar sóknarnefndir og einstaklingar hafa
þó unnið ágætt starf í því ei'ni, er ekki verður fullþakkað. Sum-
ii' sóknarprestar hafa og sýnt þessu máli mjög mikinn áhuga
og skilning. Og til eru þeir prestar, sem látið hafa á sinn kostn-
að senda blaðið heim á hvert einasta lieimili i sóknum sínum.
Um leið og ég þakka þann mikla áhuga, vil ég mælast til þess,
að þér prestarnir liver í sínu prestakalli, vinnið ötullega að
aukinni útbreiðslu blaðsins, því á þvi leikur ekki vafi, að kirkju-
legt blað, sem helzt á lesendur á hverju heimili landsins, mun
reynast ekki aðeins liinn öruggasti málsvari kirkju og kristni
á komandi tíð, lieldur einnig stórglæða álmga þjóðarinnár á
kristi'ndómsmálunum og stuðla að jiví, að gjöra kirkjunni kleift
að lirinda í framkvæmd mörgum þörfum og góðum málum. Nú,
fremur en nokkurntíma áður, liorfa menn til kirkjunnar víðs-
vegar um heim, og vænta frá lienni styrks og stuðnings og auk-
ins starfs, að þvi göfuga markmiði að skapa heilbrigðara sam-
líf og batnandi heim.
Af bókum kristilegs og' siðferðilegs efnis, sem út hafa komið
á árinu má einkum nefna:
1. Þér eruð Ijós heimsins eftir séra Björn Magnússon prófast
á Borg.
2. Þor of/ þróttur eftir prófessor Ásmund Guðmundsson.
Ennfremur hefir komið út úrval af ljó.Sum Hallgrims Péturs-
sonar Hallgrimsljóð, snotur bólc og liandhæg.
Þá liefir Tónlistarfélagið gefið út vandaða útgáfu, er nefnist
Kvæði og rimur eftir Hallgrím Pétursson ásamt formála og æfi-
sögu skáldsins eftir séra Vigfús prest Jónsson í Hítardal (170(5
—177(5).
Loks er að geta hins mikla og stórfenglega tónverks Björgvins
Guðmundssonar tónskálds: Friður rí jörðu. Þetta er óratorió
yfir hinn gullfallega kvæðaflokk Guðmundar skálds Guðmunds-
sonar „Friður á jörðu“. Útkoma þcssa stóra og fullkomna tón-
verks verður liiklaust að teljast merkur viðburður og sennilegt,
að mörg þessara laga verði sungin í kirkjum landsins við liá-
tíðleg tækifæri. Stofnun kirkjukóra víðsvegar liefir einmitt gjört
það kleift fremur en áður, að æfa söng stærri tónverka.
Annað íslenzkt tónskáld, Sigurður Þórðarson söngstjóri Karla-
kórs Reykjavíkur, liefir einnig samið mjög umfangsmikið og
fagurt tónverk, er hann nefnir Hátíðamessu. Var meginhluti
hennar fluttur af Karlakórnum hér i Reykjavík í sambandi við
fimmtugsafmæli tónskáldsins á síðastliðnum vetri. Og nokkru