Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 35

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 35
Kirkjuritið. Préstastefnan. 225 samveru þessara minningaríku daga og árna þeim allra lieilla og blessunar í nútíð og framtíð. Þessir fyrverandi og núverandi starfsmenn kirkjunnar liafa átt merkisafmœli á synodusárinu, sem mér er kunnugt um: 1. Séra Einar Thorlacias fyrverandi prestur í Saurbæ a Hval- fjarðarströnd varð áttræður þann 10. júlí f. á. 2. Séra Guðbrandur lijörnsson prófastur á átti 00 ára afmæli þann 15. júlí f. á. 3. Séra Rnnólfur Magniis Jónsson fyrrum prestur að Stað i Aöalvík varð áttræður þann 18. ágúst f. á. 4. Séra Páll Sigurðsson i Bolungarvík varð sextugur þann 20. ágúst f. á. 5. Séra Jónmundur Halldórsson prestur að Stað í Grunnavík varð sjötugur 4. júlí f. á. (i. Séra Jón lirandsso.n pr.ófastur í Kollafjarðarnesi varð 70 ára þann 24. april s. 1. 7. Séra Sigurður Norland prestur að Tjörn á Vatnsnesi átti 60 ára afmæli þann 10. marz s. 1. 8. Séra Lárus Arnórsson prestur í Miklabæ í Skagafirði varð fimmtugur þann 29. april s. I. 9. Séra Matthias Eggertsson fyrrum prestur í Grímsey átti 80 ára afmæli þann 15. júní s. 1. Færi ég þeim öllum innilegar heillaóskir mínar og árna þeim blessunar Guðs. ' Þá vil ég geta þess, að islenzku kirkjunni hefir á þessu ári verið boðin jiátttaka í tveiinur kirkjulegum þingum erlendis. Hið Evangeliska Lúterska Kirkjufélag íslendinga í Vestur- heimi heldur cinmitt þessa daga 00 ára afmælisþing sitt og minn- ist jafnlramt 100 ára afmælis séra Jóns Bjarnasonar, eins hins ágætasta kirkjuhöfðingja meðal Vestur-íslendinga á sinni tið. Bauð kirkjufélagið islenzku kirkjunni að senda fulltrúa á þing þetta og fór fyrir hennar hönd prófessor Ásmundur Guðniunds- son formaður Prestafélags íslands. Þá hefir og Fuglsang Damgaard Sjálandsbiskup boðið mér á biskupafund í Kaupmannahöfn, er halda átti um næstu mánað- armót. Voru þangað boðnir allir höfuðbiskupar Norðurlanda svo og dönsku biskuparnir. Var ákveðið, að ég tækist þessa ferð á hendur. En fyrir skömmu barst mér simskeyti l'rá biskupin- um, þar sem hann tilkynnir, að fundi þessum sé frestað. Senni- lega verður fundur þessi liáður síðar á sumrinu, en fundar- timi liefir þó ekki verið ákveðinn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.