Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 48

Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 48
238 Jakob Jónsson: Jiini-.Iúlí. luigsa um það, jafnvel þótt þeir ekki hafi þegar fengið bjargfasta sannfæringu fyrir því. — Alveg' eins og í liin- um flokknum, munu tilfinningar og skapgerð laða ein- hverja í binn nýja flokk. í för með hinum sannleitandi manni er Iiringlandinn, sem í raun og veru er sannfær- ingalaus, en fær þarna skemmtilega breytingu frá því venjulega. í þessari fylkingu verða fleiri einstaklings- hyggjuméhn í andlegum efnum, þessir einstæðingar, sem vilja liugsa fvrir sig sjálfir og fara jafnvel einför- um í guðsríki. Þeir kæra sig ekki ávallt um samfélag né söfnuð og forðast að láta mennina sjá inn í luig sér, og eru þvi oft misskildir af sainferðamönnunum. En einnig í þessum flokki geta verið menn með lágum bvötum. Eigingjarn uppreisnarliugur, sem er á möti þvi gamla, aðeins til að vera á móti einhverju, sem aðrir eru með. Slík uppreisn er dulbúin drottnunargirni und- ir yfirskini sannleikans. Þarna sést líka trúarhroki, sem fyrirlítur alla, sem bafa gamlar skoðanir, af því að það er auðvitað svo miklu „meira“ og „fínna“ að fylgjast með tímanum. Loks geta menn auðvitað fylgt þvi nýja, engu síður en því gamla, af því að þeir hafa af því veraldleg- an hagnað, eins og smá-furstarnir á lö. öld, sem búnir voru að fá nóg af ofurveldi páfans. Af þeirri mynd, sem ég nú hefi reynt að draga upp, má það vera lýðum ljóst, að í hóp beggja, gamal- og ný- trúaðra, getur verið um að ræða bæði göfugar hvatir og illar tilhneigingar — og í hvorum hópnum fyrir sig geta verið frjálslyndir og ófrjálslyndir menn. Því að frjáls- lyndi er hvorki ný né gömul kenning, heldur hin frjálsa afstaða gagnvart sannleikanum, — frjálslyndi er það hjndi eða lundarfar, sem gerir þér mögulegt að veitu öðrum rétl til að leita sannleikans og fylgja honum, en krefst um leið sama frelsis handa sjálfum þér. Þetta verður enn skýrara, ef vér virðum fvrir okkur n.okkur atvik úr sögu kristninnar. Þau dæmi eru tekin af handahófi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.