Kirkjuritið - 01.06.1945, Side 54
244
Jakob Jónsson: Eðli frjálslyndis.
JÚllí-JÚlí.
viðtöku einhverju nýju, sem andi Krists vill upplýsa oss
um. Einliver vitur maður saí<ði einhverju sinni, að „andi
Krists“ væri „teygjanlegt hugtak“, og liefir það senni-
lega átt að skiljast svo, að það væru lítil takmörk fvrir
því, sem hægt væri að eigna álirifum andans eða leið-
sögn. Þetta er satt. En þrátt fyrir það get ég ekki kom-
ið auga á neitt öruggara. Það má hver lá mér það sem
vill. Andi Krists hefir teygt mennina langt út fyrir þau
takmörk, sem hyggjuvit þeirra á hverjum tima hefir
ætlað að setja þeim. Og margur harmleikurinn innan
kristnisögunnar hefir stafað af því, að menn voru ekki
nógu frjálslyndir eða umhurðarlyndir gagnvart lieilög-
um anda. Að minnsta kosti ekki eins umhurðarlyndir
og Gamaliel forðum. En ef vér viljum fá það, sem er
hlutlægara en andinn, höfum vér orð Krists og frásagnir
guðspjallanna um hann. Ekki munu allir sjá þar alveg
hið sama. Einn sér hinn dulræna spámann, annar hinn
djúpsæa speking. Einn sér konunginn, annar æðstaprest-
inn, og enn annar fórnfúsan þjón. En jafnvel þessa til-
breytingu þarf enginn að óttast, því að Kristur er allt
þetta. Núlifandi kynslóð er að ýmsu leyti fáfróð um
Krist, líf lians, starf og kenningu. Því ekki að taka sig
til og endurskoða, endurlesa og endurhugsa það, sem
um hann er ritað? Ég liygg, að við það sameiginlega
nám muni skapast sú eining, sem hefji upp í æðra veldi
allt liið ólika, sem frjáls lmgsun og' frjáls leit kann að
laða fram á sjónarsviðið.
Frjálslynd kristni verður þá einna líkust sálmabók-
inní, þar sem innan sömu spjalda dvelja lofsyngjendur
og Ijóðspámenn allra kynslóða, allra flokka og trúfræði-
kerfa í einum sameiginlegum helgidómi.
Þökk fyrir áheyrnina.