Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 56

Kirkjuritið - 01.06.1945, Page 56
216 Jón Auðuns: Júní-Júlí. „Til frelsis frelsaði Kristur oss. Standið því fastir og látið ekki aftur leggja á yður ánauðarok." Vissulega meguin vér enga minnstu tilhneiging liafa í þá áttina, að gera litið úr stjórnfrelsinu, sem fengizt liefir, og ölluni ber oss skylda til að þekkja svo vel sögu þjóðar vorrar, að vér vitum, live geysilega þýðing það hefir til ills að vera ófrjáls, og til góðs að vera sjálfráð- ur athafna sinna, en þó skulum við gera oss hitt ljóst, að þegar um þjóðfrelsi er talað og þess er minnzt, rignir svo niður innihaldslausum skrúðyrðum, að mörg frelsisminning líður svo, að ekki er á það minnzt, i hverju hið sanna frelsi er fólgið. Þegar um frelsið er talað, hættir-mönnum við, að ein- skorða það við lausn undan gömlum viðjum, gömlum fjötrum. En þetta er aðeins ein lilið frelsisins og engan veginn sú þýðingarmesta. Frelsið verður aldrei unnið með því einu, að leysa af sér gamla fjötra, högg'va af sér gömul hönd. Frelsið er fyrst og' fremst fólgið í stjórn mannsins á sjálfum sér, og' lýðfrelsi gagnar engri þjóð, ef þetta innra frelsi skortir. Fornt spakmæli segir, að sá, sem yfirvinni sjálf- an sig, sé meiri en sá, sem sigrar borgir. Ogjvissulega er sá einn frjáls, sem hefir náð þvi valdi vfir sjálfum sér, að hann berst ekki eins og laufblað fyrir hverjum vindi, sem að honum hlæs. Sá einn, sem lært liefir að sveigja sinn innra mann lil lilýðni við hið góða, fagra og full- komna, getur átt raunverulega hlutdeild í því, að hyggja upp hamingjuríkt lif i frjálsu og fullvalda þjóðfélagi. Ilver er frjáls? Hvað kennir kirkjan oss um liinn frjálsa mann? Hver er að liennar dómi hinn frjálsi maður? Ég minnti á orð Páls postula um frelsið, og á hami sjálfan, hinn stórmikla postula, getum vér liorft lil að kynnast hinum frjálsa manni, sem kirkjan kennir oss, að geli byggt upp hið frjálsa ríki, því að í persónu lians sjáum vér hið innra frelsi, sem fólgið er i Iiinni óskor-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.