Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 19
JÓLABRÉF
275
sviftibyljir hafa kollvarpað mér í duftið, og sólvermd-
ur himinn og bláheiðir sumardagar reist mig aftur á
fætur. Þessi jörð, þar sem mennirnir hafa auðsýnt mér
elsku og traust og virðingu. Á þessari jörð finnur fótur
minn örugga fótfestu og þar á önd mín blífanlegan sama-
stað.----------“
Og svo ætti Skaparinn sjálfur ekki að elska þetta meist-
araverk sitt, þessa jörð og þennan mannheim. Hann elskaði
hana svo heitt, að hann gaf sinn eingetinn son — til þess
að hver, sem á hann trúir, ekki skyldi glatast heldur hafa
eilíft líf. Hann sendi smásvein á heilögum jólum til að
gæta hennar og honum var fylgt úr hlaði. Fyrst að heiman
— úr dýrðinni — þegar hinar þungu voldugu gullhurðir
himinsins opnuðust — og herskarar himneskra hersveita.
fylltu geiminn og sungu lofsönginn: Dýrð sé Guði í upp-
hyðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann
hefir velþóknun á — og svo síðar, þegar hann fór að
heiman — og Maria söng, og mæður mannanna barna
taka undir til daganna enda:
Guð leiði þig, en líkni mér,
sem lengur má ei fylgja þér.
En eg vil fá þér englavörð,
míns innsta hjarta bænagjörð.
Guð leiði þig.
Framhald með næsta pósti.
n.
Þegar ég skrifaði þér hið fyrra bréf, forsjármaður hins
veglega, andlega rannsóknarfrelsis Heilagra ritninga og fuli-
trúi Jólabarnsins, Guðs leyndardóma, bróðir minn og föru-
nautur á skráningargöngu pílagríma trúarinnar til ætt-
borgar fyrirheitna landsins, og við stóðum á sjónarhól
miskunnar Guðs, og minningarnar um handleiðslu hans
hugljómuðu sálir okkar, þá bjó okkur báðum hin sama