Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 23
JÓLABRÉF
277
innstu æðum hjartans, undir englasöng, hreysin verða
höll og jólaguðspjallið er lesið með hugblíðu hjartanlegri.
Og ellin tekur hlutdeild
í helgi jólanætur,
er heimur skrýðist Ijóma
frá barnsins jólasól.
— En innst í hugans leynum
er lítið barn, sem grætur —
og litla barnið grætur,
að það fær engin jól. (ö. A.).
Okkar jólahelgi er jólahelgi erfðakenningarinnar (tradi-
tionarinnar) — sönn reynsla sannrar sögu, heilagrar og
sannrar sögu um barnsfæðingu, sem var einstæð og frá-
brugðin fæðing allra dauðlegra manna, „fæðing, sem ekki
var af holdi né blóði né af manns vilja,“ fæðing, sem aug-
lýsti mannheimi leyndardóm og mátt nýrrar fæðingar
barnshjartans í Heilögum Anda — fæðing bams, sem
getið var af Heilögum Anda í móðurlífi dauðlegrar konu.
Þú manst ljóð Klettafjallaskáldsins íslenzka: „Eloi lama
sabaktani," sem byrjar þannig:
Svo lítil frétt var fæðing hans
í f járhúsjötu hirðingjans,
að dag og ártal enginn reit,
um aldur hans ei nokkur veit.
En, hvað sem því líður — enda frekar ykkar viðfangs-
efni, vagnahöfðingjanna, að upplýsa — er talið að mikill
og örlagaríkur viðburður hafi gerzt í sögu Júdeu á Gyð-
ingalandi á árabilinu 747—749 ab urbe condita. öldunga-
ráðið, Senatið í Róm, hafði endurnýjað 10 ára alræðis-
tímabil Augústusar og hann hafði runnið fyrra fimm ára
skeiðið á enda, látið telja rómverska borgara, jafnvel í
þeim borgum, sem höfðu borgarréttindi, eins og Antiochiu,
Beirut, og Tarsus í Ciliciu. Gullsmelltu koparhurðirnar í
musterisrjáfri sólguðsins Janusar á Forum Romanum
18