Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 80
332
KIRKJURITIÐ
samskot, og margskonar fjársafnanir fara fram innan
safnaðarins. Þessa nauðsyn skilja allir. Hér er um að ræða
fórn, sem hver og einn færir af frjálsum vilja, því að
enginn er skyldugur að tilheyra neinni kirkju frekar en
hann sjálfur vill, og ef hann er utan kirkju, er hann laus
við öll gjöld og greiðslur af þessu tagi.
Það verður auðvitað að fara mjög varlega, þegar dæmt
er um trúaráhuga manna og trúarlíf, en mér kom það svo
fyrir sjónir, að meðal þess fólks, sem kirkjuna styður,
sé mikill áhugi. Ég kom í margar kirkjur. Víðast var
kirkjusóknin mjög góð, kirkjurnar voru fagrar og vel
búnar, og sérstaklega var margskonar félags- og æsku-
lýðsstarf við kirkjurnar þróttmikið og eftirtektarvert.
Áhrif þau, sem maður verður fyrir á slíkum ferðum,
fara auðvitað mest eftir því, hverju maður sjálfur hefir
áhuga á og hvaða fólki maður kynnist og hvert maður
leggur leiðir sínar.
Ég var stórhrifinn af mörgum kirkjum, sem ég sá í
Bandaríkjunum. Jóhannesarkirkjan, Patrekskirkjan og
Árbakkakirkjan, sem allar eru í New York, eru áreiðan-
lega meðal þess bezta og fegursta, sem maður sér í kirkju-
byggingarlist veraldarinnar.
Eitt er það, sem maður tekur fljótt eftir, þegar maður
kemur í litlar borgir í Bandaríkjunum, en það eru hinar
mörgu kirkjur, af svipaðri stærð, er standa við sömu göt-
una, eða svo að segja hlið við hlið.
1 bæjum eins og t. d. Siglufirði og Akureyri, við skul-
um segja með 3—10 þús. íbúum, eru kannske 4—5 kirkjur
af sömu stærð og kirkjurnar á Siglufirði og Akureyri,
og tilheyra hver sínu kirkjufélagi.
Frá sjónarmiði okkar er þessi skipting ekki eðlileg,
því að frá kristilegu sjónarmiði er ekki svo mikið, sem
skilur. Hér skapast óeðlileg samkeppni, og þessi togstreita
kirkjufélaganna veldur margvíslegum erfiðleikum og
glundroða og lamar hið kirkjulega starf í heild, enda er