Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 111

Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 111
GAMLA TESTAMENTIS HANDRIT 361 bók, sem menn þekktu ekki áður, og hefir verið nefnd Stríð Ijóssins barna við börn myrkursins. Þá voru sálmabók, helgi- siðabók fyrir sértrúarflokk Gyðinga, sem menn vissu ekki um áður, Enoksbók og síðasti bókarhluti Jesaja. En um aldur handritanna greindi fræðimennina á. Töldu sumir þau ekki geta verið eldri en frá 12. öld. e. Kr., en aðrir, að þau væru mjög forn, þótt óvíst væri, hvort þau væru skrifuð fyrir eða eftir Krists burð. Rannsóknirnar á hellinum skáru nú úr um þetta. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika urðu þær mjög nákvæmar. Allur hellir- inn var hreinsaður innan með fingrunum eða pennahnífum. Fundust þá mörg hundruð slitur af handritum eða tætlur. Á sumum var aðeins einn stafur, en á öðrum nokkrar máls- greinar. Er nú verið að reyna að raða þessum sneplum saman í vinnustofu í British Museum, þannig að fáist samfellt les- mál. Er það hin mesta eljanraun, ekki sízt fyrir það, hve fast bókfellsblöðin hafa límzt saman. Auk handritanna hefir fundizt allmikið af dúkum, sennilega líndúkum. Ennfremur hefir kerabrotunum verið safnað saman. Hefir þá komið í ljós við nákvæma athugun, að brotizt hefir verið inn í hellinn áður og mörgu spillt á rómverska tíma- bilinu, enda segir Órigenes kirkjufaðir frá því, að á stjórnar- árum Caracalla, um 217 e. Kr., hafi fundizt roðlar af Gamla testamentis ritum vafðir í lín og varðveittir í kerum í grennd við Jeríkó. Kerin hafa upphaflega verið a. m. k. 40 að tölu og hvert um 60 sentimetrar á hæð, en 25 í þvermál. Hefir verið hægt að geyma 5 eða 6 roðla í hverju, svo að alls má gjöra ráð fyrir, að þeir hafi ekki verið færri en 200 í hellinum. Skálar eða lok hafi verið fest yfir kerin með líni og roðlarnir hver og einn vafðir í líni til þess að verja þá fyrir skordýrum og áhrifum loftsins. Kerin, lokin og tveir lampar eru frá hellenska tímabilinu, á ofanverðri 2. öld f. Kr. En brot úr 2 lömpum og suðupottur eru frá rómverska tímabilinu, þeim tíma, er brotizt var inn í hellinn. Þannig mun það allt, sem upphaflega var fólgið i hellinum, vera frá einu og sama tímabili, bókfellið eitthvað eldra en umbúðirnar. Hefir því verið komið undan þangað á óeirðartímum, öld Makkabeanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.