Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 16
272
KIRKJURITIÐ
Móðir var talin óhrein í 7 daga eftir fæðingu sveinbarns,
og næstu 33 daga mátti hún ekki heldur snerta neitt
heilagt né koma í helgidóminn. Eftir þessa 40 daga skyldi
bera fram fórn fyrir hana. Þegar sveinninn var frum-
burður, átti faðir hans jafnframt að greiða presti fimm
sikla silfurs til að kaupa honum lausn frá þjónustunni,
er Levítunum bar að gegna við helgidóminn. Til þess að
inna hvorttveggja af höndum þurftu foreldramir ekki að
fara til Jerúsalem. En þau Jósef og María gjöra það og
hafa sveininn með sér. Var skammt að fara frá Betlehem,
ekki nema tveggja stunda gangur. Og frá Jerúsalem lá
leiðin aftur heim til Nazaret. Ber þetta vitni um guðrækni
og trú foreldranna, að þau færa barnið Drottni, helga
honum það í musterinu á Zíon.
Uppi í helgidóminum hittu þau tvo háaldraða fulltrúa
hógværa og guðrækna fólksins í landinu.
Símeon er bersýnilega fylgjandi opinberunarstefnu Síð-
Gyðingdómsins. Hann treystir því, að eymdaröld Israels
sé að renna á enda og Messías hinn fyrirheitni í vændum
innan skamms. Hann hefir beðið Guð þess að fá að líta
hann áður en hann loki augum í hinzta sinni á jörðu og
er sannfærður um bænheyrzlu. Þegar hann sér foreldr-
ana koma með barnið, verður hann allt í einu gagntekinn
af þeirri hugsun, að nú sjái hann huggun Israels hina
langþráðu. Hann vefur sveininn örmum í hrifningu og
mælir spádómsorð frá sér numinn. En faðir sveinsins
og móðir hlýða á undrandi.
Litlu síðar ber þar að önnu spákonu Fanúelsdóttur. Hún
verður snortin af líku hugboði eða hugljómun og Símeon
og mælir innblásnum orðum um sveininn bæði við foreldra
hans og þá, er hún umgengst og vænta lausnar Jerúsalem
eins og hún, þ. e. komu Guðs ríkis og Messíasar.
Þegar foreldrar Jesú hafa lokið þeim helgiskyldum, sem
lögmálið bauð, fara þau rakleitt með hann norður til heim-
ilis síns í Nazaret. Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti
og náð hjá Guði og mönnum. Á. G.