Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 102
Kæru bræður.
„Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.“
(I. Kor. 13, 11).
Þessi orð Páls postula getum vér nú allir tekið undir.
Er vér lítum til baka, sjáum vér, að bernskuár vor gáfu
oss ekki mynd af lífinu, eins og það raunverulega er. Vér
gerðum oss svo undur-barnalegar hugmyndir um það.
Margir leikir vorir voru aðeins barnalegar eftirlíkingar af
veruleikanum. Einn þeirra leika, sem mér er minnisstæð-
ur, var sá, að leika prest og söfnuð. Einhver var kjörinn
til þess að vera prestur. Hann varð helzt að hafa klæðnað,
sem minnti á embættisbúning prests, og svo varð hann
að geta tónað. Auðvitað varð hann einnig að geta sagt
nokkur vel valin orð við ,,söfnuðinn“, en þau þurftu ekki
að vera háfleyg, til þess að fullnægja kröfum „safnaðar-
ins“. Þetta voru nú kröfurnar, sem við gerðum til prests-
ins. Starf hans var ekki margbrotið frá okkar sjónarmiði.
Og margir okkar drengjanna ætluðu að verða prestar.
Það hlaut að vera gaman að eignast, svona með hægu
móti, stórt hús, eins og presturinn okkar átti, fallega hús-
muni og fín föt. En þegar barnaskapnum lauk, urðum við
aðeins tveir af leikbræðrunum prestar. Og nú erum við
fulltíða menn, sem höfum lagt niður þennan barnaskap,
sem fram fór meðal barna í sjávarþorpi á Austurlandi.
Við höfum báðir staðið frammi fyrir altari Dómkirkj-
unnar og unnið þar embættisheit okkar. Og nú höfum við