Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 26
280
KIRKJURITIÐ
yl himinsins. Og því er oss jólahelgin hugstæð og eftir-
sóknarverð. Við eigum ekki margs annars úrkosta frekar
en Bólu-Hjálmar og verðum því stundum herfang okkar
eigin sorga og heilabrota, eins og hann, og sjálfir auka-
baggi á okkar eigin byrðum — eins og hann og finnst
— sumum og stundum — atlæti stórborgarinnar ekki
óáþekkt atlæti sumra Akrahreppsbúa honum til handa.
En svona hugsunarháttur dreifbýlis er gömul saga, eins
og þú kannast við, allar götur framan úr forneskju og er
farið að bera á honum á dögum Babelsturnsins og Bor-
sippu (2800 f. Kr.). Við höllum okkur að jólahelgi hjarð-
mannanna á Betlehemsvöllum.
En þið eigið jólahelgi stórborgarinnar, sívaxandi feg-
urðarborgar, sem teygir sig úr kvosinni yfir 7 hæðir, eins
og borgin eilifa. Jólabarnið blessi borgina ykkar. Og þið
eigið villur og hallir, og flugvélar heimsækja ykkur 600
sinnum á mánuði. Okkar híbýli á háfjalla hálendinu eru
„hreysi," en verða samt að höllum eina stund á ári. Svo
mikill er máttur jólabarnsins. Og þið eigið ljósadýrðina og
glysvörugluggana. En þegar stórborgin er myrkvuð, sézt
jólastjarnan — og pólstjarnan bezt. Og svo eigið þið Pál
frá Tarsus — og jólabarnið og söfnuði þess. Ekkert skal
ég um það dæma, hvort það er heppilegt að þjóðin „ur-
baniserist," svo að stórborgin, urbs, eignist 40—60%
öllum íbúum landsins. En menningarþróun veraldar hefir
um langan aldur fallið í þann farveg — og sérstaklega hér
á landi á seinni árum. En jólahelgin og kristindómsboð-
skapurinn allur er sérstaklega málefni stórborgarinnar.
Frumsöfnuðirnir í Rómaborg fluttu þangað með sér arf
margs konar dyggða frá synagogum feðranna, helgaðan,
hreinsaðan og göfgaðan í kenningu og blóði og upprisu
jólabarnsins. Þaðan runnu svo hinir heilsusamlegu
straumar jólahelginnar út um veröldina. Og þess
vegna er ég að reyna að skrifa þér þetta fátæk-
lega bréf. Þið, vagna-, flugvéla- og bíla-höfuðprest-
arnir í borginni hafið fagurt og göfugt starf