Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 47
Séra Magnús Bjarnarson
prófastur.
PJINN 10. september s. 1. andaðist séra Magnús Bjarnar-
son, fyrrum prófastur á Prestsbakka á Síðu, á heim-
ili sonar síns í Reykjavík.
Með séra Magnúsi er horfinn
einn af mestu virðingamönnum
sinnar stéttar, kirkjunnar þjónn,
sem á löngum embættisferli var
mikilsmetinn, bæði sem prestur
og prófastur, glæsilegur og fyr-
irmannlegur í kirkju jafnt sem
utan, svo að af bar, maður á-
hugasamur um almenn velferð-
armál, enda kvaddur til margra
trúnaðarstarfa. En að öllu vann
hann af dugnaði, einstakri ná-
kvæmni og skyldurækni. Og í
öllu líferni, orði og athöfn var
hann ávallt hið mikla prúð-
Séra Magnús Bjarnarson
menni, er í þeim efnum kappkostaði, að ekki fyndist blett-
ur eða hrukka.
Fæddur var séra Magnús Bjarnarson 23. apríl 1861 að
Leysingjastöðum í Þingi, en var upp alinn að Hofi í
Vatnsdal. Voru foreldrar hans hjónin Björn bóndi Odds-
son Björnssonar og Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir,
bónda að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Bar séra Magnús
síðan alla æfi mikla tryggð til æskustöðvanna. í hinni
fögru og búsældarlegu sveit. Ekki kann ég neitt frá for-
eldrum séra Magnúsar að segja eða æskuheimilinu að Hofi.
En stutt er síðan ég las í nýútkomnum æfiminningum
ummæli um móður séra Magnúsar, þar sem henni er borið
hið bezta orð sem mætri konu og skarpgáfaðri.
Stúdentsprófi lauk séra Magnús árið 1885 og kandídats-
prófi í guðfræði frá Prestaskólanum árið 1887, hvoru