Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 114
364
KIRKJURITIÐ
Friðrik Friðriksson, Húsavík, og vígslubiskup, herra Friðrik
J. Rafnar, er sé formaður nefndarinnar.
Fundur presta í Hólastifti hinu forna, haldinn á Hólum 13.
ágúst 1949, skorar á kirkjustjórn íslands að beitast fyrir því.
að Hólar í Hjaltadal verði gerðir að prestssetri — og verði
prestssetrið að Vatnsleysu lagt niður, en presturinn þar verði
kirkjuprestur að Hólum, og verði þessi skipan samþykkt fyrir
7. nóvembar 1950.
H. Fundurinn ítrekar ályktun aðalfundarins í fyrra varð-
andi árlegan þakkar- og bænardag á vegum þjóðkirkjunnar,
þjóðarinnar vegna, og skorar á alla kirkjulega sinnaða menn
að hugleiða það mál og vekja áhuga almennings á því.
IV. Kosin var nefnd, er athuga skyldi möguleika til út-
gáfu kirkjulegs málgagns fyrir Hólastifti. Þessir prestar skipa
nefndina: Séra Óskar J. Þorláksson, sr. Ingólfur Þorvaldsson.
sr. Benjamín Kristjánsson, sr. Helgi Konráðsson og sr. Pétur
Sigurgeirsson.
Allar voru samþykktir þessar gerðar í einu hljóði.
Björn O. Björnsson.
HÓLADAGUR 14. ÁGÚST 1949
Að loknum fundi Prestafélags Hólastiftis hins forna fór
fram guðsþjónusta og altarisganga prestanna í Hóladóm-
kirkju sunnud. 14. ágúst. Hófst hún kl. 2. e. h. Fyrir altari
þjónaði síra Ingólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði, en prédikun
flutti séra Benjamín Kristjánsson á Syðra-Laugalandi. Að
lokinni guðsþjónustunni gengu kirkjugestir út að minningar-
turni Jón biskups Arasonar, sem verið er að reisa. Flutti
formaður Hólanefndar, Guðbrandur próf. Björnsson þar ávarp,
og las innihald skjals þess, sem lagt skyldi í hornsteininn. Bað
hann síðan vígslubiskupsfrú Ásdísi Rafnar að leggja horn-
steininn. Þá flutti Valdimar Snævarr snjalla drápu helgaða
Hólastóli.
Var þá hlé til kaffidrykkju.
Kl. 16.30 var aftur gengið til kirkju. Flutti þá vigslubiskup
Friðrik J. Rafnar erindi fyrir almenning um sögulegt gildi
fornra heimilda um líf Jesú.
Fjölmenni var á Hólum þennan dag.