Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 55

Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 55
SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON 309 einkar létt um að rita og það á hreinu og góðu máli. En afköst á því sviði þóttu honum þó vera raunalega lítil. Sá ekki sem skyldi, hversu eðlilegt það var, vegna daglegra umsvifa og að góðra manna hjörtu geyma stundum áhrifin betur næstu kynslóðum en prentið. Það var honum metn- aður að semja rit, sem hefði varanlegt gildi Vissi ég til þess lengi, að hann hafði rit í smíðum. En það var eins og hann væri feiminn við að nefna það. Þegar tómstund gafst, greip hann í að skrifa það af áhuga vísindamanns- ins og rithöfundarins. Nú er uppkasti að riti þessu ný- lokið. Það er um Jón biskup Vídalín, og vafalaust gróði að því að hafa eignazt það, þótt eftir væri að sverfa og fægja. Má telja víst, að séra Árni hefði sómt sér jafn vel sem háskólakennari og prestur. VI. Stefna séra Árna í trúmálum virtist mér heilbrigð og sönn. Hann var í senn víðsýnn og frjálslyndur og þó íhaldssamur í beztu merkingu. Hann leitaði sannleikans í hvívetna og taldi sér skylt að hafa jafnan það, er sann- ast reyndist. Ekkert var honum fjær en trúfræðistagl og moldviðri eða það að hafa trúfræðikenningar og fundar- samþykktir fyrri tíma að Prokrústesarrúmi og teygja alla hugsun eða stýfa, unz hún yrði mátuleg í það. Hann trúði því, að sannleikurinn gjörði mennina frjálsa, og Kristur var honum sannleikurinn og lífið. Samvizku manna, uPplýstri af anda Krists, bæri einni úrskurðarvald í trúarefnum, eins og Lúther kenndi. Það var evangeliskt viðhorf séra Árna. En að því leyti var hann íhaldssamur, sð hann fann perluna dýru í kristnilífi kynslóðanna á Is- landi á liðnum öldum og vildi fórna öllu fyrir hana, þess arfs frá feðrunum og mæðrunum vildi hann geyma eins °g sjáaldurs auga síns. Hann hugði ekki á stríð nema Þar sem þess var nauðsyn og nam varúð af dæmisög- unni um illgresið meðal hveitisins. Hann vildi gæta þess að reyta aldrei hveiti upp með illgresinu. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.