Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 55
SÉRA ÁRNI SIGURÐSSON
309
einkar létt um að rita og það á hreinu og góðu máli. En
afköst á því sviði þóttu honum þó vera raunalega lítil. Sá
ekki sem skyldi, hversu eðlilegt það var, vegna daglegra
umsvifa og að góðra manna hjörtu geyma stundum áhrifin
betur næstu kynslóðum en prentið. Það var honum metn-
aður að semja rit, sem hefði varanlegt gildi Vissi ég til
þess lengi, að hann hafði rit í smíðum. En það var eins
og hann væri feiminn við að nefna það. Þegar tómstund
gafst, greip hann í að skrifa það af áhuga vísindamanns-
ins og rithöfundarins. Nú er uppkasti að riti þessu ný-
lokið. Það er um Jón biskup Vídalín, og vafalaust gróði
að því að hafa eignazt það, þótt eftir væri að sverfa og
fægja. Má telja víst, að séra Árni hefði sómt sér jafn
vel sem háskólakennari og prestur.
VI.
Stefna séra Árna í trúmálum virtist mér heilbrigð og
sönn. Hann var í senn víðsýnn og frjálslyndur og þó
íhaldssamur í beztu merkingu. Hann leitaði sannleikans
í hvívetna og taldi sér skylt að hafa jafnan það, er sann-
ast reyndist. Ekkert var honum fjær en trúfræðistagl og
moldviðri eða það að hafa trúfræðikenningar og fundar-
samþykktir fyrri tíma að Prokrústesarrúmi og teygja
alla hugsun eða stýfa, unz hún yrði mátuleg í það. Hann
trúði því, að sannleikurinn gjörði mennina frjálsa, og
Kristur var honum sannleikurinn og lífið. Samvizku manna,
uPplýstri af anda Krists, bæri einni úrskurðarvald í
trúarefnum, eins og Lúther kenndi. Það var evangeliskt
viðhorf séra Árna. En að því leyti var hann íhaldssamur,
sð hann fann perluna dýru í kristnilífi kynslóðanna á Is-
landi á liðnum öldum og vildi fórna öllu fyrir hana, þess
arfs frá feðrunum og mæðrunum vildi hann geyma eins
°g sjáaldurs auga síns. Hann hugði ekki á stríð nema
Þar sem þess var nauðsyn og nam varúð af dæmisög-
unni um illgresið meðal hveitisins. Hann vildi gæta þess
að reyta aldrei hveiti upp með illgresinu.
20