Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 104
354
KIRKJURITIÐ
vart mönnum getum vér ekki, fremur en aðrar stéttir, gert
slíka játningu, því að hún er í fæstum tilfellum rétt á þeim
vettvangi. Frammi fyrir Kristi erum vér ónýtir þjónar,
en ekki frammi fyrir mönnum, þótt oss sé að sjálfsögðu í
ýmsu ábótavant í starfi voru, eins og öðrum mönnum. Og
vissulega getum vér, ekki síður en aðrar stéttir, bætt úr
ýmsum misfellum í starfi voru. Vér getum á ýmsum svið-
um unnið betur og bætt aðstöðu vora til aukins starfs og
árangurs, ekki síður en t. d. læknastéttin, sem vinnur vissu-
lega vel, en er sifellt að bæta við þekking sína og efla
starfsmöguleika sína með bættum starfsaðferðum. Vér
prestar megum ekki stara of f jálgum augum á prédikunar-
stólinn sem hinn eina vettvang til boðunar fagnaðarerind-
isins. Ef vér bindum oss eingöngu við hann, er hætt við,
að annað verði oss yfirsterkara, svo sem dans- eða veit-
ingasalurinn, kvikmyndahúsið, gatan eða stjórnmálablöð-
in eða annað því líkt. En það er einmitt þetta, sem vér
þurfum að sigrast á. Vér þurfum að koma boðskap og sið-
ferðisfágun kristindómsins alls staðar að. Ég vona, að
þetta sé yður öllum Ijóst. Vér getum verið ágætir fyrir al-
ari, tónað og lesið vel, og jafnvel flutt ágætar prédikanir.
En vér þurfum að komast víðar að með boðskap Krists.
Vilji fólkið ekki koma til vor, verðum vér að koma til þess.
Vér höfum lagt niður barnaskapinn, því að vér erum full-
tíða menn.
Árið 1846 hófu prestar og aðstoðarprestar í Þórsnes-
þingi útgáfu ársrits, til þess að ræða áhugamál sín. Ekki
verður annað séð en að þessu riti hafi verið vel tekið.
Nú stendur biskup Islands og prestar að útgáfu Kirkju-
ritsins og Kirkjublaðsins, og öðru hvoru hefir Lindin kom-
ið út á vegum Prestafélags Vestfjarða. Þá hafa allmargir
prestar ritað ýmsar greinar í önnur blöð og tímarit. Og
prestar hafa sýnt það og sýna það enn, að þeir eru vel
ritfærir. En nú hefir verið ákveðið, að Kirkjuritið komi
út ársfjórðungslega og Kirkjublaðið kemur venjulega hálfs-
mánaðarlega. Lindin kemur með ára millibili. Það er því