Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 85
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
337
Guðbrandsbiblíu með nokkurri hliðsjón, en gætilegri, af
hinni dönsku Biblíuútgáfu Hans Poulsens Resens 1607.3)
Engar fræðilegar ályktanir eru fyrir hendi um þessa út-
gáfu, að minnsta kosti ekki aðgengilegar.
Brynjólfur biskup Sveinsson er sagður hafa lagt út NT
úr frummálinu. Vafalítið er það, að hann hafi aðeins gert
nokkur frumdrög að þýðingu Matteusarguðspjalls, en fulln-
aðarþýðing í heild hefir aldrei orðið til. Þó má segja það,
að hann hafi fyrstur manna hérlendra hafið þýðingarstarf
eftir frummálinu.4)
Séra Páll Bjömsson í Selárdal vann hins vegar þá þrek-
raun að fullgera þýðingu NT auk Sálmanna. Sú þýðing
er unnin á beztan hátt, á góðu máli og eftir frummálunum
báðum. Er enn allmikið til af þessum verkum hans í eigin-
handarritum og afskriftum annarra.5) Fer hér á eftir sýn-
ishorn af upphafi og undirskrift Fílemonsbréfsins í þýð-
ingu hans:
„Paulus Bandingi Jesú Christi og Timotheus Bröder:
Philemoni þeim elskulega og vorum samverkaman(n)i 2.
Og Apphia þeirri Elskulegu og Archippo voru(m) Med-
strijdsman(n)i og þeim Sofnudi i þijnu husi. 3. Navd sie
ydur og Fridur af Gudi fódur vorum z drottni Jesu
Christo.“
„Til Philemonuem skrifad fra Rom med Onesimo Heima-
Man(n)i.“5)
1 NT 1609 hljóða þessi orð svo:
„Pall bandingi Jesu Christi, og Timotheus bröder, Phili-
moni Astsamlegum, og vorum medhialpara, og Appia syst-
ur vorri elskulegri, og Archippo vorum lagsmanni og sófn-
udenum i þijnu húse, Nad sie med ydur og fridur af Gude
vorum fódur og drottne Jesu Chriso.“
„Skrifadur fra Röm med Onesimo“
Eins og kunnugt er, þá er þessi útgáfa að mestu leyti
endurprentun úr Biblíunni 1584 og þá úr NT 1540.7) Hér
hefir til hægðarauka verið leyst úr öllum styttingum. Eins
er gert í eftirfarandi sýnishorni úr Þorláksbiblíu 1644: