Kirkjuritið - 01.12.1949, Blaðsíða 61
JÓLAVAKA BARNANNA 315
taka skyldi manntal um allt hið víðlenda rómverska ríki, eða
alla heimsbyggðina, eins og þá var komizt að orði.
Allir Gyðingar fóru þá hver til þeirrar borgar, er þeir voru
ættaðir frá, til þess að láta skrifa sig á manntalið.
Jósef og María fóru þá einnig frá Nazaret til Betlehem
í Júdeu, til þess að láta skrásetja sig.
En vegna þess, hve margt var aðkomufólks í Betlehem, fengu
þau ekki rúm í gistihúsi, heldur urðu þau að leita hælis í
peningshúsi.
Um nóttina fæddi María son, vafði hann reifum og lagði
hann í jötu. En á völlunum fyrir utan Betlehem voru fjár-
hirðar, sem gættu um nóttina hjarðar sinnar. Allt í einu
stóð engill Drottins hjá þeim og dýrð Drottins Ijómaði í kring
um þá, en þeir urðu hræddir.
En engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða
yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum, því að
yður er í dag frelsari fæddur, sem er drottinn Kristur í borg
Davíðs, og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn
reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum
fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
„Dýrð sé Guði í upphæðum,
og friður á jörðu með þeim mönnum,
sem hann hefir velþóknun á.“
SYNG GUÐI DÝRÐ.
Nú hafið þið heyrt jólaguðspjallið og nú skulum við syngja
jólasálmana fallegu: Heims um ból og í Betlehem er barn
oss fætt.
JÓLASAGA.
Nú skulum við hvíla okkur svolítið og hlusta á jólasöguna,
hún heitir:
TÖFRAFIÐLAN OG JÓLAGJAFIRNAR.
Það var einu sinni gamall maður, er átti töfrafiðlu, sem
var hið mesta furðuverk, en það var þó aðeins um jólin, sem
töfrar hennar komu í Ijós.