Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 16

Kirkjuritið - 01.12.1949, Side 16
272 KIRKJURITIÐ Móðir var talin óhrein í 7 daga eftir fæðingu sveinbarns, og næstu 33 daga mátti hún ekki heldur snerta neitt heilagt né koma í helgidóminn. Eftir þessa 40 daga skyldi bera fram fórn fyrir hana. Þegar sveinninn var frum- burður, átti faðir hans jafnframt að greiða presti fimm sikla silfurs til að kaupa honum lausn frá þjónustunni, er Levítunum bar að gegna við helgidóminn. Til þess að inna hvorttveggja af höndum þurftu foreldramir ekki að fara til Jerúsalem. En þau Jósef og María gjöra það og hafa sveininn með sér. Var skammt að fara frá Betlehem, ekki nema tveggja stunda gangur. Og frá Jerúsalem lá leiðin aftur heim til Nazaret. Ber þetta vitni um guðrækni og trú foreldranna, að þau færa barnið Drottni, helga honum það í musterinu á Zíon. Uppi í helgidóminum hittu þau tvo háaldraða fulltrúa hógværa og guðrækna fólksins í landinu. Símeon er bersýnilega fylgjandi opinberunarstefnu Síð- Gyðingdómsins. Hann treystir því, að eymdaröld Israels sé að renna á enda og Messías hinn fyrirheitni í vændum innan skamms. Hann hefir beðið Guð þess að fá að líta hann áður en hann loki augum í hinzta sinni á jörðu og er sannfærður um bænheyrzlu. Þegar hann sér foreldr- ana koma með barnið, verður hann allt í einu gagntekinn af þeirri hugsun, að nú sjái hann huggun Israels hina langþráðu. Hann vefur sveininn örmum í hrifningu og mælir spádómsorð frá sér numinn. En faðir sveinsins og móðir hlýða á undrandi. Litlu síðar ber þar að önnu spákonu Fanúelsdóttur. Hún verður snortin af líku hugboði eða hugljómun og Símeon og mælir innblásnum orðum um sveininn bæði við foreldra hans og þá, er hún umgengst og vænta lausnar Jerúsalem eins og hún, þ. e. komu Guðs ríkis og Messíasar. Þegar foreldrar Jesú hafa lokið þeim helgiskyldum, sem lögmálið bauð, fara þau rakleitt með hann norður til heim- ilis síns í Nazaret. Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. Á. G.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.