Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 15

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 15
MAGNÚS JÓNSSON SJÖTUGUR 445 Hér fara á eftir svör við noklcr- um spumingum, er ég bar upp við hann í tilefni þessara tíma- móta. Jafnframt fylgir mynd af afmælisbarninu og af einu mál- verki, sem dr. Magnús Jónsson gerði á pílagrímsferð sinni ti) Landsins helga 1939. — G. Á. Hvað olli því, að þú ákvaðzt að lesa guðfræði? Ég varð stúdent svo, að ég hafði ekki gert upp við mig, hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur næst. Einna efst í mér var að lesa tungumál. Ég fór til Hafnarháskóla, hlýddi á heimspeki Kro- manns og lærði bók hans að mestu utan að. Ég sótti dálítið tíma í tungumálum, einkum ensku, en varð brátt afhuga þessu námi. Ég las kynstur af bók- menntum og kom heim næsta vor með ágætt próf í heimspeki, gerbreyttar skoðanir á flestu milli himins og jarðar og sömu óvissuna um, hvað ég ætti að taka fyrir. Einhvem veginn festist það áform með mér að lesa guðfræði. Ég er prestssonur og hafði kynnzt dr. Jóni Helgasyni, er varð lektor Prestaskólans og síðar biskup. Trúboðsáhugi með kristn- um eða heiðnum þjóðum var ekki ofarlega í mér, svo að ég kveði ekki fastar að, en prestsstarf í gömlum og góðum íslenzk- um stíl þótti mér að mörgu leyti fagurt hlutverk. En þó held ég, að ég hafi aðallega haft sjálft námið í huga. Ég var ákaf- lega fjarri veruleikanum og einföld sál, þá eins og reyndar alla mína ævi. Hvaða guðfræðingar mótuðu mest skoðanir þínar á náms- árunum? Það gerðu þeir kennarar mínir, Jón Helgason og Haraldur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.