Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 26

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 26
456 KIRKJURITIÐ boða dauða drottins þangað til hann kemur, þar er eining triiar vorrar einkum bæld og brotin. Sérstaklega er hætta á ferðum í þessum efnum fyrir lútersku kirkjumar. Annars vegar höld- um vér Lúterstrúarmenn því fram, að kenning vor um máltíð drottins sé í samhljóðan við ætlun drottins og vér höfum gjört skarpan greinarmun á skoðun vorri og þeirra, sem eru á öðm máli. En hins vegar erum vér sjálfir nú á dögum ef til vill fjær því en nokkru sinni áður að vera sammála um lúterska kenn- ingu um kvöldmáltíðina. Nú er það að minnsta kosti ein lútersk kirkja, sem hefir orðið sammála kalvínsku kirkjunni um kvöld- máltíðar kenninguna. Og það eru lúterskar kirkjur, sem sjá í raun og veru ekkert því til fyrirstöðu, að þær gangi til altaris með Anglikönsku kirkjunni. Sumir lúterskir Biblíuskýrendur nú á dögum fullyrða, að lútersk kenning um kvöldmáltíðina í játningarritunum nái ekki fyllilega vitnisburði Biblíunnar. Og það eru margir aðrir Lúterstrúarmenn, sem telja allt þetta hörmuleg svik við trú feðranna. Hvað eigum vér að gjöra í þessu ískyggilega moldviðri? Eig- um vér ekki umfram allt af djúpri auðmýkt að leita æðri ein- ingar í vorum eigin flokki? Hvernig getum vér vænzt þess, að aðrir trúi fullyrðingum vorum, þegar vér lifum ekki eftir þeim innan vorra eigin vébanda? En samtímis megum vér þó ekki leyfa það, að máltíð drottins sé höfð til þess ranglega að sýna ytri einingu kirkjunnar. Ekki megum vér heldur gleyma því, að mismunurinn á kenningum um máltíð drottins er stund- um í raun og veru aðeins merki um enn meiri mismun á trúar- kenningum. Auðvitað er það borð drottins, sem vér erum bnð- in til, en ekki vort eigið; og Hann er nálægur, hvemig svo sem vér gjörum oss grein fyrir návist hans. En þetta leysir oss ekki undan þeirri skyldu, að halda fast við orð' Biblíunnar og Hann, er innsetti kvöldmáltíðina. Þess vegna getum vér ekki haldið fram ótakmörkuðu samfélagi um kvöldmáltíðina til þess að eyða öllum kenningamismun. Viðræðumar á Suður-Indlandi sanna það, að einlægar og einarðar umræður um máltíð drott- ins eru vænlegri en nokkrar aðrar tilraunir til þess að jafna skoðanamun með samkomulagi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.