Kirkjuritið - 01.12.1957, Qupperneq 29
EINING KIRKJUNNAB í KRISTI
459
kristninnar fara saman. Daglegt líf safnaðarins sýnir það og
sannar, hvort hann vill lifa eftir boði Krists að skilnaði: „Allir
eiga þeir að vera eitt ... til þess að heimurinn megi trúa“.
Kirkjan á að greiða veginn fyrir komu Guðs ríkis. Og þá mun
einnig eining kirkjunnar og kristniboð ná fullkomnun. Þá munu
leysast öll vandamál kirkjunnar, djúpið brúað, sem skilur frá
Róm og sértrúarflokkar ætta að myndast.
Það er einungis í Ijósi eilífðarinnar, sem vér fáum leitt sjón-
um allt vandamálið mikla um einingu kirkjunnar, kröfur þess
og fyrirheit. Vamaðarorð Jóhannesar skírara áttu ekki aðeins
við samtíðarmenn hans, heldur eiga þau einnig við oss, sem
hann mun eitt sinn ávarpa: „Ætlið ekki, að þér getið sagt með
sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður, því að ég segi
yður, að Guð mun geta vakið Abraham böm af steinum þess-
um.“ En vér trúum því örugglega, að sá, sem honum er máttkari
og Skírarinn boðaði, að koma myndi, sé hér hjá oss til þess að
skíra oss heilögum anda og eldi. Hann sýnir oss og kirkjum
vorum einu leiðina, sem fyrirheit er gefið, leiðina, sem laukst
upp fyrir oss við kall hans: Vér eigum að vera eitt í sann-
leika hjálpræðisins. Hann á að safna oss saman, og vér eigum
uð safna saman með honum. Og svo að lokum mun verða: ein
kjörð, einn hirðir.
Lausleg pýSing eftir Á. G., nokkuS stytt.
Þú kveikir aldrei í öðrum sálum, ef það rétt rýkur úr þinni.
Hugh Redwood.
* * *
Lífið er löng kennslustund í auðmýkt. — Barrie.
* * *
Bænin er raust trúarinnar. — Home.
* * *
Hjartað elur hinar miklu hugsanir. — Vauvenargues.