Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 33
PISTLAR
463
Og sjá ... engill Drottins steig Þau voru alein . . . (They were
niður af himni og kom og velti alone . ..) „Sunday Express“.
steininum frá og settist ofan á hann.
(Matt. 28,2.)
Þetta þarfnast ekki frekari skýringa, en er minnisvert:
Foivitund.
Þess er getið í íslendingasögum, að sumir voru forvitrir.
Þeir vissu margt fyrir ýmist af draumum eða á annan hátt.
Þetta fannst mér einkennilegt og næsta ótrúlegt í æsku minni.
Nú veit ég, að það er staðreynd. Hefi um það næga vitneskju
bæði af annarra frásögn og eigin reynzlu. En fátt virðist mér
samt enn öllu óskiljanlegra og næstum óeðlilegra, ef vér höf-
um svo frjálsan vilja, sem vér ætlum flest.
Ég tek hér eitt dæmi úr nútíðinni um forsögn óorðinna
hluta í draumi. Jón Pálmason, fyrrv. alþingisforseti, hermdi mér
eftirfarandi nýlega: í aprílmánuði 1929 fór hann ásamt fleirum
að norðan á fyrsta landsfund íhaldsmanna, sem það vor var
haldinn í Reykjavík. Nóttina áður en Jón kom til höfuðborgar-
innar, dreymdi hann í Borgarnesi, að hann var staddur í póst-
húsinu á Blönduósi. Böðvar Þorláksson, föðurbróðir Jóns ráð-
herra Þorlákssonar, var þar póstafgreiðslumaður. Afhenti hann
Jóni mörg bréf, og var utanáskrift þeirra allra eins og til stóð,
nema eins. Á því umslagi stóð aðeins: Tólfti íhaldsþingmaður.
Ekki mundi Jón innihald bréfsins, en undirskriftin var: Edvard.
á Helgavatni. (Svo hét þá bóndi á Helgavatni í Vatnsdal).
Fjórum árum síðar var Jón Pálmason kosinn þingmaður
Austur-Húnvetninga, sá tólfti af þeim Sjálfstæðismönnum
(íhaldsmönnum), er vitnaðist, að komizt höfðu að.
Þetta er að vísu hversdagslegur viðburður, því að ótal menn
dreymir fyrir daglátum og mörgum vitrast margt, sem er langt
undan. En af því má ráða, að margt sé fyrirhugað í tilverunni,
eins og frá er skýrt í helgum ritum. Þetta sýnir líka, hve grunnt
vér höfum enn kafað í djúp leyndardómanna, enda eilífðin
framundan til að komast þar til botns.