Kirkjuritið - 01.12.1957, Síða 36
Þegar tjaldið fellur
Allir kannast við hugsunarhátt rika bóndans, er hugðist segja við sál
sína: „Þú hefir mikil auðæfi geymd til margra ára. — Hvíl þig nú, et og
drekk og ver glöð.“ Já, þetta lífsviðhorf er alkunnugt einnig á okkar dög-
um, þar sem svo virðist raunar stundum, að flest sé miðað við efnisins
gæði og þessi fáu skref okkar frá vöggu til grafar.
Engu að síður kemur þó að því í lífi flestra manna, að þeim verður
að staldra við og íhuga, hvað við taki handan þess sjónarhrings, er
dauðinn markar. Ástæðumar til þessarar íhugunar geta ýmsar verið. Ei
kvöldskuggamir taka að lengjast, verður sú hugsun æ áleitnari, að brátt
muni skeiðið mnnið. Eftir því sem árin 'færast yfir, fer þrótturinn að öll-
um jafnaði þverrandi, heilsunni hrakar, og sú vitund verður þá eigi til
lengdar umflúin, að innan tíðar hljóti tjaldið að falla, og þá vaknar spmn-
ingin eðlilega og óumflýjanlega: Hvað liggur handan þess?
Og þessi spuming kemur einnig og ekki siður oft fram í hugann í sam-
bandi við ástvinamissi. Er elskaður vinur, sem e. t. v. hefir verið svo snar
þáttur í lífi okkar og tilvem, hverfur úr hópnum, þá verður okkur óhjá-
kvæmilega hugsað til hans, þar sem hann nú er, og vér reynum gjaman
að gjöra oss í hugarlund, hvemig honum muni famast í heimi andans:
Hvað hefst liann þar að, hann, sem áður gneistaði af lífi, þrótti og starfs-
gleði? Hvemig ver hann nú tímanum? Er sú tilvera, sem hann nú er horf-
inn til, þess eðlis, að hann geti kunnað við sig þar, — og hvað um oss
sjálf, er röðin kemur að oss? Getum vér vænzt þess, að vér munum una
oss þar, er vér höfum neyðzt til að skilja við eignir vorar og umsvif, alla
þá kæm hluti, sem vér kunnum að hafa safnað að oss, e. t. v. á langri
ævi, og em oss svo mikils virði?
Já margar spumingar geta vaknað við dánarbeð elskaðs vinar, eða þegar
oss grunar, að brátt kunni að verða knúðar dyr hjá oss sjálfum. Og oss
kann að þykja það undarlegt og óraungjamt, að Biblían, hið opinberaða
Guðs orð, skuli ekki ræða skýrar og skilmerkilegar um þessa hluti en raim
ber vitni, enda er það svo sem alkunna, að ýmsir leita annað en til
Biblíunnar til þess að fá upplýsingar um ástandið eftir umskiptin miklu.
Sú leit hefir að vísu ekkert markvert upplýst, er mér sé kunnugt um, en
burtséð frá öllu öðm fylgir slíkri hnýsni ávallt sú áhætta, að óskir vorar
og imyndun hlaupi með oss í gönur, og vér fáum einfaldlega þau svör,
er vér óskum eftir og em til orðin í okkar eigin undirvitund. Það er enda