Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 39

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 39
BLA PEBLUFESTI 469 „Já, stóru systur minni. Hún annast um mig. Við erum nefnilega búnar að missa mömmu okkar. Ég hefi verið að gá að einhverri ákaflega fallegri jólagjöf handa systur, — og þessi er það áreiðanlega, herra.“ „Hvað áttu mikla peninga?" spurði Pétur gætilega. Hún hafði verið önnum kafin við að 'leysa upp hnút á vasaklútnum sín- um og hvolfdi nú elle’fu peningum á borðið. „Ég tæmdi sparibaukinn minn,“ sagði hún blátt áfram. Pétur blessaður dró að sér höndina með festinni. Verðmætið var hon- um dagljóst, en henni ekki. Hvemig átti hann að útskýra agnúann? Traust- ið, sem stafaði úr bláum barnsaugunum, kramdi hann líkt og hann verkj- aði í gamla und. „Bíddu augnablik,“ sagði hann og sneri sér undan. „Hvað heitirðu?" spurði hann svo án þess að líta um öxl. Hann var í óða önn að fást við eitthvað. „Barbara May.“ Þegar Pétur Wakefield sneri sér aftur að Barböru, lá pakki í lófa hans. Hann var vafinn í ljósrauðan pappír og bundið um hann með grænu silki- bandi. „Héma færðu hana,“ sagði hann stutt og laggott. „Týndu heimi nú ekki á heimleiðinni.“ „Þú þarft ekki að vera hræddur um það!“ Hún brosti snöggt til hans um leið og hún hljóp út úr dyrunum. Hann horfði á eftir henni út um gluggann, og einmanaleikinn flóði inn í hug hans. Eitthvað í sambandi við Barböm May og perlufestina hennar hafði æst harmadjúp, sem lá falið í sálu hans. Þetta bam hafði hvítgult hár og sæblá augu, og það vom ekki ýkjamörg ár síðan, að Pétur hafði ver- ið ástfanginn af stúlku, sem hafði sama háralitinn og hka stór sæblá augu. Þau höfðu verið búin að velja sér lítið íbúðarhús í austurjaðri borgarinnar og ákváðu brúðkaupsdaginn. En svo kom frost eftir regnnótt. Flutnings- bíll, sem rann til á gerhálli götunni, hafði fellt draumaborg Péturs í rústir. Síðan hafði Pétur lifað sem einsetumaður. Hann var kurteis og nærgæt- inn við viðskiptavini sína, en eftir lokunartíma kaus hann aðeins sinn eigin þögla félagsskap. Um nónbilið húkti hann í kompu inn af búðinni og naslaði smurðar samlokur, sem hann keypti í matsöluhúsi. Á kvöldin borðaði hann einn við borð á kaffihúsi. Langt fram á kvöld sat hann svo heima í vistlegri stofu og las sögur eftir Dumas og aðrar álíka riddara- sögur, sem vom a'f allt öðmm heimi en þeirri veröld tómleikans, sem hann lifði í. Hann freistaði að gleyma sér í eins konar dámóðu, sem þéttist með hverjum degi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.