Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 43

Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 43
BLA PEBLUFESTI 473 dr. Jóns Bjarnasonar og dr. Bjöms B. Jónssonar úr hópi íslend- inga. Sumar þýðinganna hafa einnig verið teknar upp í sálma- bækur í Ástralíu og öðrum löndum og með þeim hætti náð til fjölda lesenda. Má í því sambandi geta þess, að Passíusálma- þýðingar hans voru sungnar á föstunni í fyrra vetur við guðs- þjónustur í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, og mun það í fyrsta skipti, að þær hafa verið opinberlega um hönd hafðar á þann hátt. Árið 1950 kom út á vegum Orford University Press í Mel- bourne í Ástralíu merkilegt þýðingasafn eftir dr. Pilcher, Ice- landic Christian Classics, sem hefir inni að halda prýðilegar þýðingar hans á Sólarljóðum, er áður höfðu komið út í merku canadisku tímariti og í guðfræðilegu riti höfundar í Lundúnum; á Lilju, ódauðlegu helgikvæði Eysteins munks Ásgrímssonar; af nokkru úrvali úr Passíusálmunum; sjö erindum úr útfararsálm- inum „Allt eins og blómstrið eina“; og af lofsöngnum „Ó, Guð vors lands“. Fylgir þýðandi aðalþýðingunum úr hlaði með gagn- orðum og greinargóðum inngansritgerðum, sem eru hinum er- lenda lesanda ágætur leiðarvísir. En dr. Pilcher lét eigi þar við lenda. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér í fjölrituðu formi, ásamt markvísri inngangs- ritgerð, ágæta þýðingu af hinni hreimmiklu iðrunarkviðu Jóns biskups Arasonar, Píslargrát. Mætti ætla, að þar væri um að ræða svanasöng hins aldur- hnigna íslandsvinar í enskum þýðingum íslenzkra trúarljóða, en hann á sér senn áttatíu ár að baki. Fjarri fór samt, að svo væri, því að einmitt á 78. afmælisdegi sínum, 4. júní síðastliðn- um, lauk hann við þýðingu sína á útfararsálminum „Allt eins °g blómstrið eina". í fyrsta þýðingarsafni sínu (1913) hafði hann birt fjögur vers ur þessum frábæra sálmi, og um þær þýðingar hans fór dr. Jón Bjarnason þessum orðum í ritdómi í Sameiningunni (Apríl, 1913); „Sumt í versunum úr sálminum „Allt eins og blómstrið eina“, sem hér liggur fyrir oss þýtt á ensku, er fullkomnara en í þýð- mgu Eiríks Magnússonar, og er þá mikið sagt, því sjálfir höfum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.