Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 48

Kirkjuritið - 01.12.1957, Page 48
478 KIRKJUHITIÐ EVER KNOVN. - WHY I KNOW THERE IS A GOD. - Þessi víðkunni höfundur er aldrei leiðinlegur, og þegar honum tekst bezt upp, fer hann á hreinum kostum. Fyrri bækumar eru saga Jesú Krists og postula hans sagðar í nútíma ská'ldsögustíl. Mér er síðast nefnda bókin hugþekkust. Þar eru 16 greinar eða sögubrot. Sannsögulegar frásagnir úr lífi höfundar og annarra, sem hafa öðlazt brennandi trú og sýnt hana í verki. Margt til vakningar og ýmsar myndir, sem geta verið góð prédikunarefni. HALLGRÍMSKIRKJA í SAURBÆ heiti fallegt minningarkver, sem gefið hefir verið út i tilefni vígslu þeirrar kirkju. Eru þar allmargar myndir af kirkjunni og munum hennar. Ennfremur frá vígslunni. Prentaður er bænarsálmur eftir séra Friðrik Friðriksson, sunginn á vígsludegi, og kvæði eftir Þorgeir Sveinbjamarson: Við Hallgrímsstein. Loks er örstutt greinar- gerð byggingarsögu kirkjunnar — en yfir ytri dymm hennar stendur letrað: Þessa kirkju reisti islenzka þjóðin Drottni til dýrðar í minningu um Hall- grím Pétursson. G. Á. í HENDI GUÐS, prédikanir eftir Eirík V. Albertsson (Leiftur 1957). — Dr. theol. Eiríkur Albertsson þótti mjög snjall prédikari í Borgarfirði alla prestsskapartíð sína, og bera þessar prédikanir því glöggt vitni, að það hefir ekki verið ófyrirsynju. Prédikanir verður að lesa hægt, lielzt ekki nema eina í einu, og hefi ég ekki enn lokið að fullu við bókina. En ég héfi lesið nóg til þess að mynda mér skoðanir um það, að höfundur er allt í senn: Prýðilega lærður og gáfaður, víðsýnn og andrikur prédikari. Vil ég nefna til dæmis um það prédikunina: Samtíð og samstarf, flutta á héraðsfundi Borgfirðinga 1924, og „Vitranimar em leiðarljós þjóðanna" við aldarminningu séra Matthíasar Jochumssonax 1935. Sterk áhrif frá kennara hans, séra Haraldi Níelssyni, em auðfundin, enda þótt ekki sé um stælingu að ræða. Sterk trú og sannfæringareldur gefur bókinni mest gildi, og kennir fyrir það allvíða skáldlegra tilþrifa. — Hún ætti að verða sem flestum hollur lestur nú um jólin. LEIÐARLJÓS, eftir séra Árélíus Nielsson, við kristlegt uppeldi á heimil- um, í skólum og til fermingamndirbúnings (Leiftur 1957). — Höfundur ætlar bömunum að lesa Fræði Lúters hin minni samhliða kveri sínu, og em þau prentuð áftast í því. Er bókinni ætlað að verða bömunum leiðar- ljós á vegi kristindómsins. — Fremst í bókinni er ávarp til bamanna, drottinleg blessun, signing og bamabænir. Þá trúarjátningin, skýrð og studd greinum úr Nýja testamentinu, og síðan með sama hætti „Faðir vor“ og sakramentin. Ennfremur sæluboðanir Jesú, ljóð Páls postula um

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.