Kirkjuritið - 01.12.1957, Side 49
ÓROFA TRYGGD
479
kærleikann, heilræðavísur Hallgríms Péturssonar, skátalögin, lífsreglur og
spekimál. Á víð og dreif um bókina eru spumingar, sem bömum er ætlað
að hugleiða með hjálp foreldra sinna og kennara. Svör höfundar fylgja
við spumingunum. Kann hann góð tök á hreinu og fögm máli, sem böm
og unglingar skilja. Frágangur allur á bókinni er ágætur, og ekkert til spar-
að, til dæmis em myndir litprentaðar. — Séra Árelíus hefir leyst af hendi
mjög þarf verk með því að semja þessa htlu bók. Vænti ég þess, að ávext-
imir verði miklir og góðir. Á. G.
t--------------------------------f
------------| Tnnlendor fréttir j-----------------------------
Fagrar gjafir. Kaupfélag Eyfirðinga og Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga hafa nýlega styrkt Biblíuútgáfu Hins islenzka Biblíufélags með
tíu þúsund króna gjöf hvort um sig. Kærar þakkir.
Góðar gjafir. Vorið 1955 vom Eskifjarðarkirkju færðar að gjöf 26
fermingarkirtlar. Verðmæti þessarar góðu og fögm gjafar skipti þúsund-
um króna. Gefendumir vom tvö kvenfélög í kauptúninu, kirkjukvenfélag-
ið „Geislinn“ og kvenfélagið „Döggin“. Þessi rausn og myndarskapur
vakti almenna ánægju, enda auka fermingarkirtlamir mikið á hátíðleik og
fegurð fermingarathafnarinnar. — Árið 1956 var skipt um orgel í kirkj-
unni og það ekki að ófyrirsynju. Þetta gerðist fyrir forgöngu söngkórs
kirkjunnar. Leitað var samskota hjá söfnuðinum, sem tók þeirri málaleitan
svo vel, að yfirdrifið fé 'fékkst til orgelkaupanna. Orgelið, sem kom var
að vísu ekki nýtt, en vandað og gott hljóðfæri. Þetta sama ár vom kirkj-
unni gefnar 30 nýjar sálmabækur, og gerði það frú Guðrún Sigurðardóttir
fyrrverandi sóknamefndarformaður og núverandi safnaðarfulltrúi. Og þessa
indælu gjöf gaf frú Guðrún til minningar um tvo látna eiginmenn sina,
Halldór Sveinsson og Guðna Sveinsson. Ennfremur gaf hún kirkjunni
fagra mynd af kvöldmáltíðinni. Á síðast ’liðnu vori lét kvenfélagið „Geisl-
h>n“ steypa mjög myndarlegar tröppur framan við kirkjudymar. Á þessu
var mikil þörf, því gömlu tröppumar vom illa famar. Hinar nýju tröpp-
ur em gjöf til kirkjunnar, ein af mörgum frá kirkjukvenfélaginu „Geislinn".
Sérhver góð gjöf í þágu góðs málefnis er Guði þóknanleg. — Þ. J.
Nemendur guðfræðideildar em nú alls fjömtíu talsins. Þrír nýir
vom skráðir í hana á síðast liðnu hausti. Meðal nemenda em nokkrar
konur.