Kirkjuritið - 01.04.1958, Page 3
Boðskapur páskanna
guðspjall gróanilans.
Páskarnir og vorið eru órjúfanlega tengd. Ekki eingöngu
hvað tímann snertir, heldur flytja hvort tveggja mál eilífðar-
innar og fullvissu um sigur lífsins. Vorið hefir frá örófi alda
slegið á þann strenginn.
„Ef hnota trésins felst í rauðri fold,
þá fúnar hýðið, verður brátt að jörð.
En mikil undur! upp af sömu mold
vex eikarbákn, sem gnæfir yfir svörð.
Seg, hvaða kraftur heldur slikan vörð?
Var hnotan ekki dáin, má ég spyrja?
Svo leit það út, en — lífið var að byrja.
Og eikin nýja verður fagurfrjó
og full af krafti, laus við bönd og gróm,
og þróast stillt i þroskans vaxtarró,
sem þekki vel sin nýju kjör og dóm.
Ber hnotan þá ei handan að þann óm,
að helið sé ei til, en það sé blundur,
en síðan líf með enn þá stærra undur.“
(M. J.)
Þetta hugboð vekur vorið um allar jarðir, og það er eitt af
því, sem veldur þeirri staðreynd, að grunur um líf eftir dauð-
ann leynist alltaf og alls staðar í mannbrjóstunum. En al-
nicnn von er annað en vissa.
Upprisa Jesú Krists er heimssöguleg staðfesting þess, að líf
er eftir dauðann. Sá viðburður er hornsteinn kristins dóms og
fjarstæða að láta orð liggja að þ ví, að það skipti ekki megin-
máli, hvert sé viðhorfið til hans innan kirkjunnar. Sé grafið
undan honum, er fallið framundan.
10