Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 9

Kirkjuritið - 01.04.1958, Side 9
KIRKJURITIÐ 151 eða hcyrum þaS nefnt. . . . Kennslustundir Magnúsar Jóns- sonar í Háskólanum munu nemendum hans líða seint úr minni. Komu þar til greina hinar fjölþættu gáfur hans, sem hann varð snemma þjóðkunnur af. ... Lærdómur hans var traustur, fróðleikur hans var skemmtilega alhliða, framsetn- ingin var létt og ljós, leiftrandi gáfur hans svo snjallar, fjör- ið svo heillandi fyrir unga menn. . .. Innlifun hans í viðfangs- efnin var djúptæk. Hann var stúdentunum afburða leiðsögu- maður, hvort sem hann leiddi okkur inn í hinn dulúðga, víð- feðma helgidóm Jóhannesarritanna, eða lét okkur ferðast um hugarlönd Páls postula og fylgja honum á ferðum hans. Og kennsla hans í kirkjusögunni var svo lifandi, litrik og ljós, að með nýrri gleði settust stúdentarnir á bekki sína hvern morgun, er hann hóf kennslu." „Við guðfræðideild Háskóla íslands starfaði hann rúma þrjá áratugi, og er öllum nemendum hans minnisstæð kennsla hans. Ljós og lifandi framsetning einkenndi hana, samfara mikilli þekkingu og djúpum skilningi á viðhorfum manna, hvort eð heldur var um að ræða ótta Þessalónikumanna við dauðann eða kröfur páfa til heimsyfirráða. Oft kom hann nemendum sínum á óvart með spurningum eða viðhorfum, sem ekki var hægt að finna í bókum. Andi hans var svo auð- ugur, að hann gat miðlað nemendum sínum af honum óspart. Og okkur þótti unun að finna i kennslustundum hans hið frumlega — innblásna hugmynd, sem hann leifturhratt dró Upp fyrir okkur. En slíkt er fáum gefið.“ En afstöðu sinni til stúdentanna lýsir hann sjálfur þannig: „En hugljúfastar og ólýsanlegastar eru þó 30 ára minn- ingarnar frá samstarfinu við stúdentana. Ég man þar ekki eftir nokkru éli, nokkurri skúr, nokkru skýi, heldur er það allt einn sólskinsdagur.“ Guðfræðisdeildin var honum friðsæll reitur. Kom það sér vel fyrir hann í stjórnmálanæðingunum, því að innst inni átti þessi gunnreifi maður það skaplyndi, er engin styrjöld fylgdi, og kaus að lifa í sátt og friði við alla menn. Hann sagði mér, að hann hefði oft beðið Guð þess, áður en ganga

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.