Kirkjuritið - 01.04.1958, Síða 10

Kirkjuritið - 01.04.1958, Síða 10
152 KIRKJURITIÐ skyldi til harðra stjórnmálaumræðna, að hann mætti stilla vel skap sitt og vega orð sín, en stundum hefði sér því miður gleymzt það í hita stríðsins. Hann var heitur trúmaður og einlægur. Á samtalsfundum kennara og nemenda deildar- innar um trúmál var unaðslegt að vera með honum. Honum var gefin andleg spektin — djúpur skilningur á guðlegum hlutum. Einkum minnist ég fagurrar bænagerðar hans að fundarlokum. Það hefir verið sagt um Magnús, að úr honum hefði mátt gjöra þrjá menn eða fleiri, og væri hann til alls vel fallinn. Það var líka reynt. Mörg vandasöm ábyrgðarstörf hlóðust á hann, og sum fjarskyld. Hann var Alþingismaður í aldar- fjórðung, 1921—46. Atvinnumálaráðherra 1942. f útvarps- ráði á annan áratug, formaður þess 1943—6 og 1953—6. f bankaráði Landsbankans um fjölda ára og lengi formaður þess. Kosinn eða skipaður í margar nefndir og ósjaldan for- maður þeirra. Mætti þannig lengi telja. Þegar hann svo hafði látið af þingmennsku og fækkað störfum, og við samkennarar hans vonuðum, að við fengjum að njóta lians áfram, þá var hann gerður formaður fjárhagsráðs og gegndi því mikla starfi 1947—53. tmsum kann að þykja hann hafa tvístrað um of kröftum sínum við þessi störf. En þar er hægara um að tala en i að komast fyrir menn með hans hæfileikum. „Ég hefi lifað í tveimur heimum,“ sagði hann stundum og brosti við. Svo fjölhæfur athafnamaður var hann, að hann reyndist vandanum vaxinn og leysti störfin vel af hendi. Þegar litið er yfir þau, vekur það undrun, að einn maður skuli hafa getað annað þeim öllum — einn maður skilað svo margþættu og miklu dagsverki. * Og þó er með þessu lítið meir en hálfsögð sagan. Magnús prófessor var jafnframt mjög afkastamikill rithöfundur og afreksmaður á því sviði. Efnið, sem hann skrifaði um, var einnig fjölbreytt, eins og vænta mátti. En guðfræðiritin, hygg

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.