Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 18
160 KIRKJURITIÐ en síðan um tveggja ára skeið á Isafirði. En þá varð hann, þritugur að aldri, kennari í guðfræði í Háskóla íslands. I því starfi hafði hann með frábærri kennslu sinni og persónuleik mikil áhrif á hugi þeirra manna, er síðan urðu prédikarar og þjónar kirkjunnar. Kristindómur hans var bjartur og gleði- ríkur. Meðal þeirra bóka, er hann samdi, eru ritverk hans um trúarhetjurnar miklu, Martein Lúther, Pál postula og Hall- grím Pétursson. Það er engin tilviljun, að ævisögur þeirra bjuggu í huga hans og hann lifði með þeim reynslu þeirra í huga sínum. Hann taldi sér þó enga þörf að binda sig í óhagganlegum guðfræðikerfum og fagnaði því að lokum að hafa komið sér „út yfir alla guðfræði“. En trú hans var óhagganleg, björt og hrein í barnslegri einlægni. Þegar hann leit yfir farinn veg sjötugur að aldri, minntist hann þess, sem honum var ríkast í huga á þennan hátt: „Messurnar í ísafjarðarkirkju eru eins og 1 jós, sem lýsa mér enn í ellinni og ylja inn að hjartarótum. Það er ekki nema einn til, sem gefur manni slíkar gjafir, alveg óverð- skuldað.“ Og enn fremur: „Vér eigum góðan föður á himn- um. . . . Hann stendur enn við dyrnar og knýr á og vill hjálpa, hvar sem hans er leitað.“ Hér er perlan dýra og ekk- ert jafnast á við að eiga hana, guðsríkið, sem býr í hjarta mannsins. Allt annað verður „lítið og lágt“ móts við það. Og þótt ég segi þetta, veit ég ekki til, að neitt hafi í raun- inni verið lítið og lágt í huga þessa víðförula manns, heldur miklu fremur, að auga hans hafi ekki verið „fest við fæð né smæð“. Hann sá margt á ferðum sínum um lönd og þjóðir, í hugarflugi um himna og heima, í ótrúlega víðtækum kynn- um af bókmenntum fortíðar og nútíðar, í listum fyrri tíma og samtimans, í kynnum af mönnum og málefnum og í marg- víslegum störfum, sem hann var kallaður til að vinna og lagði hug og orku í að vinna vel, því að hann kastaði aldrei hönd- um til nokkurs starfs, heldur reyndi hann að leita sér þekk- ingar til að geta unnið verkið svo vel sem liann bezt gat. Hann var alltaf að nema, læra meira, unz oss, sem kynnt-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.