Kirkjuritið - 01.04.1958, Blaðsíða 26
168
KIRKJURITIÐ
Lengi ég hvorki laut þér né þig bað
að leiða mig.
Leið mina kaus, en loks ég bið nú, að
þú leiðir mig.
Ég valdi dagsins hark og heljarfár,
minn hroki réði, mundu’ ei liðin ér!
Þinn kraftur hefir leitt mig langan veg
og leiðir hér
um boðaföll og brimin voðaleg,
unz birta fer
og aftur kemst ég engla þeirra’ á fund,
sem unni’ eg lengi fyrr, en missti’ um stund.
Magnús Jónsson.
Ég held, að heilladrýgsta viðleitni einstaklinga og þjóða sé haráttan
fyrir betra lífi. •— Carroll Binder ritstjóri.
Jafnvel þegar hinzta hljóðið, sem síðasta lífveran gefur frá sér, er dáið
út, og hin kalda eilífðarþögn grúfir yfir þessum jarðarhnetti, trúi ég þvi,
að andi mannsins lifi með einhverjum hætti. — Edmund A. Brasset, lœknir.
Stríð er aðeins heigulslegur flótti undan vandamálum friðarins. —
Thomas Mann.
Hvað sem öllum minum glöpum og göllum liður, hefi ég skyldur við
sjálfan mig og þann heim, sem ég lifi í. Vera má, að mér sé aldrei full-
ljóst, hve þær eru mikilsverðar, en mér ber þó að lifa svo, að ég þurfi
aldrei að blygðast min fyrir, hvernig ég hefi rækt þær. — Pat Frank, rit-
höfundur.
Sæll er sá, er hefir fundið, hver er hans köllun, hann þarf ekki að
æskja meiri blessunar. -— Carlyle.