Kirkjuritið - 01.04.1958, Qupperneq 36
178
KIRKJURITIÐ
Félagið verður því að kappkosta að afla mikils fjár eftir öðrum leiðum.
Stjórn félagsins hefir til athugunar ýmsar fjáröflunarleiðir. Félaginu er
])að mikill styrkur, að sem flestir gerist félagar eða æfifélagar nú þegar
eða sem allra fyrst.
Hér er um að ræða mikið þjóðfélagslegt vandamál, sem stjórn félags-
ins væntir, að sem flestir góðir menn vilji stuðla að sem bestri lausn á.
Stjórn félagsins skipa þeir Hjálmar Yilhjálmsson, ráðuneytisstjóri,
Drápuhlið 7, formaður félagsins, frú Kristrún Guðmundsdóttir, Auðar-
stræti 17, gjaldkeri félagsins, frú Sigríður Ingimarsdóttir, Njörvasundi 2,
ritari félagsins, Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri, Laugaveg 116, og Guð-
mundur Gíslason, múrarameistari, Sigtúni 27.
Þeir, sem óska að gerast félagar, eru visamlega beðnir að snúa sér til
einhvers ofangreindra stjórnarnefndarmanna, eða sóknarpresta sinna, sem
munu fúslega veita þeim viðtöku. Árgjald er kr. 50.00, en æfifélagagjald
í eitt skipti fyrir öll kr. 500.00.
Hjálmar Vilhjálmsson.
Úr daglega lífinu.
Svo virtist sem það ætti að vera sjálfgefið, að ég væri hamingjusamur.
Ég átti konu og tvær dætur og var vellaunaður blaðamaður í Fleet Street.
En raunar hafði hamingjan oftast sneitt hjá garði minum þessi ellefu ár,
sem ég hafði verið kvæntur. Meginorsök önuglyndis míns var eflaust sú,
hve ég var eigingjarn og ráðríkur að eðlisfari. Við hjónin gátum aldrei
setið á sárshöfði hvort við annað. Ég var með stöðugar aðfinnslur við hana
tit af öllu mögulegu. Hún hafði ekki matinn til á réttum tima, þegar ég
kom heim, mér fannst hún ala skakkt upp börnin, ekki beita þau næg-
um aga, og við sirifumst út af peningum.
Tvisvar yfirgaf ég heimilið og bjó í leiguíbúð, en í bæði skiptin sneri
ég fljótlega lteim aftur, til að freista þess að byrja á nýjan leik. Þegar
taugastríðið heima bættist við langsetur við blaðið, bilaði heilsa mín. Það
var fyrir þremur árum. Og í janúar síðast liðinn fór ég enn að heiman,
eftir alveg sérstaklega harða rimmu á milli okkar hjónanna. Mér virtist
alveg vonlaust, að hjónabandinu yrði framar við bjargað. Ég var svo nið-
urbrotinn af vansælu áranna, að ég eygði engin úrræði. Hjálp Drottins
kom mér ekki til hugar.
Svo var það einn daginn, er ég sat að tedrykkju með vini mínum,