Kirkjuritið - 01.04.1958, Page 42

Kirkjuritið - 01.04.1958, Page 42
184 KIRKJURITIÐ urgeirsson. Hátíðin endaði með söng og bæn, síðan voru sýndar litskugga- myndir frá fulltrúaþingi lútersku æskulýðssamtakanna. S<'-r:i Itóbcrt Jnck ferðast nú um Bandaríkin, flytur erindi um ísland og messar. Hefir aðsókn verið góð, og lætur hann í alla staði vel af för sinni. Um Intis prcKlnköll hafa þessir sótt: 1. Um Hvammsprestakall í Dölum Ásgeir Ingibergsson guðfræðikandídat og séra Rögnvaldur Jónsson í Súðavik. 3. Um Vatnsfjarðarprestakall séra Baldur Vilhelmsson, settur prestur þar. 4. Um Þingvallaprestakall séra Jóhann Hannesson kristni- boði. 5. Um Breiðabólsstaðarprestakall á Skógarströnd séra Sigurður M. Pétursson. Scrn Ólníur SkúInKon frá Moutain í N.-Dakota hefir verið hér á ferð undanfarnar vikur, ásamt konu sinni og dóttur. Hefir hann prédik- að á Akureyri og hér í Reykjavík í útvarp. Mun hann hverfa aftur til safnaða sinna í vor. IJann nýtur mikilla vinsælda og er mjög áhuga- samur og duglegur prestur. .1:sItuiv<Vs«l:igur í kirkjunuin. Undanfarið hafa nokkrar kirkjur haft sérstakar æskulýðsguðsþjónustur fyrir skólafólk og aðra unglinga. Hafa forustumenn skólanna þá gengið í kirkju með nemendum sínum og hlýtt messu. Þátttajca hefir verið mikil. Á boðunardegi Maríu, sunnu- daginn 23. marz s. 1. voru slíkar guðsþjónustur í þremur kirkjum norðan lands. Séra Lárus Halldórsson messaði i Húsavíkurkirkju og séra Sigurður Guðmundsson í Laugaskóla í Reykjadal. Á Akureyri þjónuðu fjórir prest- ar við guðsþjónustuna. Þangað hafði verið boðið prestshjónunum frá Vesturheimi, séra Ölafi Skúlasyni og frú Ebbu Sigurðardóttur, ásamt prestshjónunum frá Hálsi í Fnjóskadal, séra Sigurði Hauk Guðjónssyni og frú Kristínu Gunnlaugsdóttur. Aðkomuprestarnir störfuðu í messunni með sóknarprestunum á Akureyri, og flutti séra Ólafur mjög áhrifamikla prédikun. Þörf er á, að prestar landsins sameinist um sérstakan æskulýðs- dag á þeim tíma árs, sem skólarnir starfa. Slikur dagur mundi verða mikil lyftistöng fyrir allt starf kirkjunnar að æskulýðsmálum. Frá /ILKkuIýÖKiicfnd l»jórtkirkj uuiiur. Æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar hefir í vetur haldið allmarga fundi og tekið fyrir ýms mál, sem varða starfsemi meðal æskufólks. Skal hér get- ið hins helzta: ÆskulýSsmót. Nú hafa verið ákveðin og undirbúin átta æskulýðsmót

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.