Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 6
340 KIRKJURITIÐ inn. Kom í minn hlut að stjórna þeim fundi, og var það all- erfitt, því að hiti hljóp í umræðurnar. Að sönnu voru allir sammála um höfuðatriðið, eins og vænta mátti, en auka- atriði geta einnig orðið viðkvæmt mál. Engin opinber ályktun var gefin út af fundinum í heild í þessu máli, og skal því ekki fara nánar út i það. Um kvöldið voru flutt tvö erindi um starfshætti kirkjunn- ar að boðun fagnaðarerindisins. Var þar lögð megináherzla á húsvitjanir presta, einkum var talið æskilegt, að þeir kæmu á heimilin í sambandi við skírn og fermingu. Mikla athygli vakti það, að danskur biskup sagði frá starfinu í Nicolai- kirkju í Kaupmannahöfn. Kirkjan er opin dag og nótt og jafnan viðstaddur prestur, er menn geta leitað. Ýmsir prest- ar og læknar og lögfræðingar skiptast á um að vinna við kirkjuna 3—4 stundir á viku. Heimsóknir í kirkjuna skipta þúsundum, og hafa þær bjargað lífi margra i bókstaflegri merkingu. Sameiginlegt átak þarf að gjöra til þess að örva kirkjusóknina, koma henni aftur upp úr öldudalnum. Seinasti dagur biskupamótsins var sunnudagurinn 17. ágúst. Fór þá fram hátíðaguðsþjónusta í sóknarkirkjunni, sem er fögur og ber hátt við vatnið. Nokkru fyrir messuna sást koma kirkjubáturinn yfir Siljan. Reru honum karlmenn í Dalabúningi, og konur voru með í hátíðabúningi sínum. Þegar báturinn lagði að landi, var honum heilsað með sálma- söng, og svöruðu bátsverjar með sama hætti. Kirkjan mikla var alskipuð við guðsþjónustuna. Prestur staðarins þjónaði fyrir altari. En Arne Fjellbu, biskup frá Þrándheimi, pré- dikaði. Hann er nú farinn að heilsu, en ekki fannst það á pré- dikun hans út af guðspjalli dagsins, dæmisögunni um Farí- seann og tollheimtumanninn. Kvaðst hann sem minnst mundu segja um Faríseann, því að flestir, sem það gerðu, kæmu fram eins og Farísear. En um bænina vildi hann tala. Sagðist hann aldrei hafa hætt að biðja kvöldbænanna af hlýðni við vilja foreldra sinna, og það hefði bjargað lífi hans. Hvatti hann mjög til bænagerða, einkum fyrirbænir fyrir öðrum. öll var ræðan þrungin krafti persónulegrar reynslu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.