Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 17
KIRKJURITIÐ 351 lendinga. Og vonandi getur einhuga og einbeitt barátta allra landsmanna á þessum vettvangi kennt okkur að standa lika saman um mörg önnur þjóðþrifamál og taka upp hollari ritvenjur. Engin stjarna. „Unnendur" íslenzkrar menningar tóku rögg á sig í sumar c-g buðu Mykle hingað heim. Ef til vill átti það líka að vera gróðamál. Varð hvorugt. Almenningur var þegar til kastanna kom búinn að átta sig á, að „Roðasteinninn" var leirborinn köggull, en enginn demantur. Og höfundurinn sjálfur engin stjarna, heldur „gervieldflaug", sem ekki einu sinni okkar fær- ustu kunnáttumönnum tókst að skjóta á loft. Þrátt fyrir allt reyndist íslenzk þjóðmenning svo sterk og Hfandi, að hún hafnaði að síðustu þessum „söng" jafn þegj- andi og hljóðalaust og ýmsum stundarskarkala í útvarpinu, sem allir skrúfa fyrir. Y firlýsing. Eftirfarandi yfirlýsing er tekin úr gamla Kirkjubladinu (1-árg. 5. tbl.). Hún er svo umhugsunarverð um hugsunar- hátt þátímans öðrum þræði, en snilld sálmaskáldsins að hin- um, að ég hygg, að margir hafi bæði gaman og gott af að lesa hana: „Biskupinn yfir Islandi hefir með embættisbréfi 20. f. m. sent mér alvarlega áminningu út af grein minni, er prentuð var í 16. bl. „Norðurljóssins', þ. á. og er um trúarágreining landa vorra í Vesturheimi. Bréfið er ritað með þeirri rök- semd, snilld og hógværð, sem herra biskupinum er lagin, og fyrir því er mér næsta ljúft og kært að geta hér með látið að árninningu hans og áskorun. Áminningu hans þarf eigi hér að birta, en áskorun hans er sú, að ég yfirlýsi opinber- lega, að ég hafi ritað öll hin svæsnu orð í téðri grein minni, er valdið geti hneyksli, með ofmiklum hita og í bráðræði. Þetta kannast ég við og beiðist afsökunar fyrir. Ennfremur skorar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.