Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 18
352 KIRKJURITIÐ biskupinn á mig, að ég skýlaust votti, að ásetningur minn með greininni hafi ekki verið sá, aS rýra eSa kasta skugga á kirkju vora og kristindóm. Þetta get ég einnig gjört og gjöri hér rríeð, og það því fremur og fúslegar, sem «ð«/tilgangur minn var einmitt sá, að efla og auka álit og sóma þess kirkju- félags, sem ég tel mér sæmd og ávinning að þjóna, svo lengi sem mér er gefið viðunanlegt frelsi til að fylgja sannfæringu minni og halda eftir megni minn elzta og dýrasta eið: að þjóna fremur Guði en mönnum. 7.nóv.br. 1891. Matth. Jochumsson. Hér krýpur séra Matthías fallega hátigninni, en stendur jafn fast á réttinum. Og honum tekst hvort tveggja jafn vel, að gefa í skyn, hve smáum sökum hann er borinn og áminnt- ur af mikilli þröngsýni, og að sýna, að hann hikar ekki við að fylgja sannfæringu sinni, hvað sem það kann að kosta, ef um það verður að tefla. Hann veit, að Kristi verður að- eins þjónað af sannleika, en að bezt er að gera það líka í kærleika. Sá skilningur og sú tilfinning eiga ekki minnstan þáttinn í að gera sálma hans jafn óforgengilegar perlur og margir þeirra eru. Gunnar Árnason. . Gleðin er ekki í hlutunum, heldur sjálfum oss. — Wagner. Sá, sem sjélfur er nýtur sonur ættlands sins, þarfnast ekki neinna for- feðra til að gorta af. — Voltaire. Þar sem lögin þrýtur, tekur harðstjórnin við. — William Pitt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.