Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 9
Séra Jón Norðíjörð Jóhannessen. Hinn 21. júlí síðastliðinn átti kirkja Islands á bak að sjá dygg- um og trúum þjóni, séra Jóni Norðfjörð Jóhannessen, er and- aðist nær áttræður að aldri. Hann sagði eitt sinn við mig: „Það er ekki rétt að nefna okkur, mig og mína líka, fyrrverandi presta. Það má kalla okkur fyrrverandi sóknarpresta. En við erum vígð- ir prestsvígslu og prestar verðum við alla ævi". Þetta var honum mjög viðkvæmt mál, og það lýsir honum vel. Hann hugsaði eins og séra Valdimar Briem um Guðs ríkis starfið: Á meðan tungan má sig hræra, á meðan hjartað nokkuð kann sig bæra, hvert andartak, hvert æðarslag Guðs engla syngi dýrðarlag. Séra Jón var fæddur í Reykjavík 6. október 1878, sonur Jóhanns skipstjóra Jóhannssonar og Ingibjargar Laurinu Jónsdóttur Norðfjörðs, konu hans. Hann missti föður sinn 5 mánaða gamall, og gjörðust þá kjörforeldrar hans Matthías Johannessen verzlunarstjóri og Magnea móðursystir hans. Séra Jón varð stúdent 1899 og fór þá til Vesturheims til þess að hitta móður sína. I förirmi komst hann að starfi í lyfja- buð, og varð þekking hans í þeim efnum mörgum sóknar- börnum hans síðar að góðum notum. Hann varð kandídat í guðfræði 1903 og vígðist sama ár aðstoðarprestur séra Jón- asar Hallgrímssonar að Kolfreyjustað. Árið 1905 var honum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.