Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 43
INIVLEJVDAR IBETTIR TekiO' er aö messa í kirkju Óháða safnaðarins, en ekki verður hún fullbúin né vígð fyrr en í vetur. Hafin er bygging Kópavogskirkju. Ymsar kirkjur hafa átt merkisafmæli i sumar, og þess verið veg- lega minnzt og þeim borizt margar góðar gjafir. Gjöf til Gnulverjabæjarkirkju. Frú Ingibjörg Jónsdóttir Guð- mundssonar, Sunland i Californíu, sendi Gaulverjabæjarkirkju forkunnar fallegan sjö arma ljósastiku á altarið fyrir síðustu jól. Stjaki þessi er gef- inn til minningar um afa hennar sr. Pál Ingimundarson i Gaulverjabæ, og er nafn hans ásamt nafni gefanda Ietrað á fótplötu stjakans. Þykir öll- um kirkjugestum stjaki þessi hin mesta prýði. Séra Helgi Sveinsson í Hveragerði varð fimmtug- ur 25. júli s. 1. Sálmaskáldið' Valdimar V. Snœvarr varð 75 ára 22. ágúst s. 1. Kirkja Islands á honum margt að þakka, bæði sakir starfa hans að upp- eldismálum og ritstarfa hans í bundnu og óbundnu máli.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.