Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 23
KIRKJURITID 357 sækja sjúka og aðstoða prestinn á allan hátt. Erum við ékaflega hrifnir af því að hafa Systur Ólsen, eins og hún er nú kölluð, til starfa í Kirkju- félaginu. Hún stjórnaði morgunbænum einn morguninn, og fórst það sérstaklega vel, talaði af festu og skörungsskap, trúarhita og þekkingu. Þau nýmæli voru á þessu þingi, að við höfðum safnað saman öllum þeim skýrslum, sem gefa átti á þessu þingi, fjölritað þær og bundið í bók. Var þeim svo útbýtt i byrjun þings, og gátu fulltrúar alltaf haft þær hjá sér og vitnað í þær eða glöggvað sig á ýmsu í sambandi við þing- störfin. Þá fjölrituðum við einnig fundargerðirnar að loknum þingfund- um og útbýttum þeim að morgni. Var það töluverð vinna, en ég hafði mér til aðstoðar sérlega góða skrifstofustúlku, sem gat vélritað næstum jafn hratt og ég gat talað! Var þetta til þess að auka möguleika þing- fulltrúa til að fylgjast sem bezt með öllu og athuga strax, ef eitthvað hafði fallið niður eða var missagt. Líkaði, held ég, öllum þetta vel. Og býst við, að þetta verði gert áfram, enda þótt það sé töluverð aukavinna. Kosningar urðu ekki eins „byltingarkenndar" og seinast, þar sem allir stjórnarmeðlimir Kirkjufélagsins voru endurkosnir, séra Eric H. Sigmar, forseti, séra Valdimar J. Eylands, varaforseti, ég ritari, og Oscar Björklund, gjaldkeri. Næsta þing verður haldið i Selkirk, þar sem séra Sigurður Ólafsson hefir þjónað. Hefir hann nú látið af störfum, en mað- ur að nafni Edward Day tekið við. Hann er ekki af islenzkum ættum og kunni ekki islenzku, en hann hefir lagt sig allan fram við að læra íslenzkuna, kann t. d. Faðirvorið á íslenzku og les það með gamla fólk- innu, þegar hann er að húsvitja. Þá er hann einnig farinn að lesa pistil og guðspjall við íslenzku messurnar, sem eru mánaðarlega, en séra Valdi- mar Eylands prédikar fyrir þá. Er þetta mjög lofsvert hjá honum. 1 sambandi við skilning presta innan kirkjufélagsins, sem ekki eru islenzk- ir, á verðmætum íslenzkrar menningar, mætti einnig minnast á það, að alötulasti sölumaður Sameiningarinnar var séra John Fullmer, sá sem tók við af séra Braga Friðrikssyni á Gimli. Hann skilur ekkert nema já og nei í íslenzku, samt hafði honum tekizt að afla Sameiningunni 12 nýrra áskrifenda! Hann bað mig um að segja sér fyrst, hvað væri i henni, siðasta eintakinu, og svo gekk hann á meðal Islendinganna og sýndi þeim greinarnar og sagði þeim, um hvað þær væru, alveg eins og hann gæti lesið þetta allt saman! Þau eru sannarlega sterk íslenzku áhrif- in og sem betur fer „smitandi"! Siðasta dag þingsins var haldið yfir að Gimli og Elliheimilið Betel var skoðað. Þar eru dásamlegar umbætur. Nýja heimilið og hið gamla end- urbætt standa ekki að baki beztu hótelum. Enda er gamla fólkið ánægt.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.