Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.10.1958, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 341 Að messu lokinni flutti sóknarpresturínn ræðu til Norður- landaþjóðanna fimm og árnaði þeim heilla. Þá söng kór kirkj- unnar nokkur lög til heiðurs Norðurlandaþjóðunum. Allir voru í Dalabúningi, og var söngurinn ágætur. Þetta var mörg- um okkar hinzta kveðja fundarins. Enn lá það fyrir okkur Rosenqvist að verða samferða. Var okkur báðum boðin þátttaka í fundi Sameinaðra Biblíufélaga Norðurlanda í Hurdal Verk, ekki langt suður frá Hamri í Guðbrandsdal. Átti sá fundur að hefjast um nón daginn eftir. Þóttu mér litlar horfur á, að ég gæti náð honum í tæka tíð. En þá bárust okkur Rosenqvist boð frá Bo Runmark, bóka- útgefanda í Stokkhólmi, að hann væri fús til að aka okkur til Hurdal Verk frá Ráttvik, og þágum við það með þökkum. Lögðum við af stað á sunnudaginn um nón. Um nóttina gistum við í sænsku gistihúsi nálægt landa- mærunum uppi í háfjöllum. Daginn eftir náðum við áfanga- stað í tæka tíð. Norðurlandafulltrúar voru um 30, helmingur þeirra Norð- ffienn, enda undirbjuggu þeir fundinn og höfðu af honum mestan veg og vanda. Formaður Norska Bibliufélagsins, Smemo, var veikur, eins og fyrr segir, en ritari þess, Alf Hauge, þriðji maður frá Hans Nielsen Hauge, stýrði fund- inum. Aðalritari Biblíufélagsins, Biblíufélags Niðurlanda og Sameinuðu Biblíufélaganna, Olivier Beguin, tóku þátt í fund- arstörfunum. Setti hinn síðastnefndi einkum svip á fundinn. Að lokinni fundarsetningu hófust erindi, frásagnir um störf Biblíufélaganna, sem sum eru jafn gömul hinu íslenzka. Flutti ég fyrirlestur um okkar Biblíufélag og svaraði fyrir- spurnum varðandi það og sýndi síðustu útgáfu Nýja testa- mentisins og Biblíunnar. Þennan dag og þrjá næstu daga var fluttur fjöldi af er- mdum um starf og hlutverk Biblíufélaganna og kvikmyndir sýndar til skýringar. 011 Biblían er nú þýdd á 210 tungumál, Nýja testamentið á 270 og kaflar úr Biblíunni á 629. Alls eru þetta 1109 tungu-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.